Rannsókn á Ásmundarsal lokið – Málið komið til ákærusviðs

Rannsókn lögreglu á meintum brotum á sóttvarnarlögum í Ásmundardal að kvöldi Þorláksmessu í fyrra er lokið. Málið er nú á borði ákærusviðs lögreglunnar.

Vísir hefur eftir Jóhanni Karl Þórissyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni, að það sé í höndum ákærusviðs hvort gefnar verði út sektir eða ekki.

Búið er að skoða upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á vettvang.

Málið komst í hámæli um jólin og milli jóla og nýárs. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu þar sem „háttvirtur ráðherra“ var sagður viðstaddur samkvæmi sem leyst var upp, mun einhver viðstaddur hafa kallað lögreglumenn „nasista“. Kom í ljós á aðfangadag að um var að ræða Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hafnar hann því að hafa brotið sóttvarnarlög.

Um var að ræða sölusýningu. Eigendur Ásmundarsalar sendu frá sér yfirlýsingu um að heimild hafi verið fyrir fjöldanum var þar samankominn, grímuskylda var þó ekki virt í einhverjum tilfellum.