Rak upp stór augu í Breiðholtslaug: „Maðurinn bað túristann að hætta þessu“

Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson segir frá heldur betur óvenjulegu atviki í Breiðholtslaug í gær á vef sínum Eirikurjonsson.is.

Atvikið sem Eiríkur lýsir átt sér stað við gufubað og nærliggjandi sturtu. Ein sögupersónan í frásögn Eiríks var túristi, en sá byrjaði að pissa í sturtuna.

„Nokkrir menn voru staddir í gufubaði Breiðholtslaugar í gærkvöldi og tveir þeirra fóru út úr klefanum, annar þeirra fer í sturtu og þá kemur túristi askvaðandi að sturtunni og byrjar að pissa í ræsið á sturtunum.“

Í kjölfarið segir Eiríkur að hinn maðurinn hafi beðið túristann um að hætta, og sem betur fer fylgdi hann þeirri beiðni. Eiríkur segir að mögulega þyki þetta í lagi erlendis, en ekki á Íslandi.

„Maðurinn bað túristann að hætta þessu sem hann gerði og einnig ætti hann að þvo sér með sápu sem hann gerði ekki heldur gekk í burt inn í gufuklefann nýbúinn að buna í niðurfall sturtunnar. Kannski er þetta svona erlendis að menn geti pissað í sturtunum en ekki á Íslandi.“