Ragn­hildur hjólar í and­stæðinga flug­vallarins: „Ætli það verði Öskju­hlíðin eða Mikla­tún sem lendi í skot­línunni árið 2050?“

„Ef­laust eru fréttir af nýju gos­skeiði á Reykja­nesi þeim þung­bærar sem sjá ekkert já­kvætt við innan­lands­flug­völl í Vatns­mýri og eygja þar byggingar­land. Enda kallar það á nýja staðar­leit fyrir annan flug­völl sem bæði kostar og tekur tíma. En hvaðan kemur þessi ofur­á­hersla á Vatns­mýrina og brott­nám Reykja­víkur­flug­vallar,“ skrifar Ragn­hildur Alda Vil­hjálms­dóttir, borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksinsí Frétta­blaðinu í dag.

„Ef þetta snýst um peninga þá upp­sker borgin stór­fé ár­lega í formi fast­eigna­skatta frá flug­vellinum og sparar sér og ríkinu það rán­dýra flækju­stig sem felst í brott­flutningi. Því ekki dekkar á­góðinn af sölu byggingar­landsins kostnaðinn við að byggja nýjan flug­völl og það þyrfti að endur­skipu­leggja og byggja við allar vega­tengingarnar á svæðinu til að rúma mann­fjöldann.“

„Auk þess er til mun betra byggingar­land í Reykja­vík og ör­væntingin ekki slík að mýrarnar séu okkar eina val. Þeir gall­hörðustu bera þá fyrir sig að hvergi sé flug­völlur hafður í miðri borg, en skyldu þeir heim­sækja mið­bæ Tor­onto geta þeir gengið um 50 mínútur að næsta innan­lands­flug­velli sem líkt og Reykja­víkur­flug­völlur annar far­þega­flugi, innan­lands­frakt og flug­kennslu. Ná­lægðin við mið­borgina styttir aksturs­vega­lengdir þar sem og hér­lendis sem er um­hverfis­vænna. Kostirnir við Reykja­víkur­flug­völl eru þannig fjöl­margir, fyrir utan sögu­lega gildið,“ skrifar Ragn­hildur.

Hún segir að áður fyrr voru heldur at­hyglis­verðar hug­myndir um breytingar í Reykja­vík.

„Um daginn var ég að fletta bók um sögu Reykja­víkur upp úr alda­mótunum 1900 og viti menn, þá var helsta pólitíska hita­málið að fylla upp í Reykja­víkur­tjörn í nafni stækkunar byggingar­lands mið­svæðis, sama rök­semda­færsla og er að baki brott­flutnings Reykja­víkur­flug­vallar! Reyndar var þörfin fyrir meira beiti­land líka nefnd. Nú þykir það fá­rán­leg hug­mynd að fórna Tjörninni fyrir byggingar­land en það tók hálfa öld að komast að þeirri niður­stöðu og þá ætti Reykja­víkur­flug­völlur að fá frið eftir 25 ár ef sagan endur­tekur sig. Lík­lega er síðasti Reyk­víkingurinn ekki fæddur sem telur ó­mælda þörf á byggingar­landi á þessu svæði, sama hvað það kostar, en ætli það verði Öskju­hlíðin eða Mikla­tún sem lendi í skot­línunni árið 2050?“ skrifar Ragn­hildur að lokum.