Ragnar Þór urðar yfir meiri­hlutann: „Skil ekki af hverju við erum í þessari stöðu í Reykja­vík“

Ragnar Þór Ingólfs­son, for­maður VR, styður til­lögu Sjálf­stæðis­manna í Reykja­vík um að flýti­með­ferð á byggingu 3000 í­búða í borginni.

„Það verður erfitt fyrir meiri­hlutann að sækja sér um­boð í næstu kosningum ef þessi til­laga nú verður felld,“ segir Ragnar Þór í Morgun­blaðinu í dag.

Sam­kvæmt Morgun­blaðinu gengur til­lagan út á byggingu 2.000 í­búða á Keldum og á Keldna­holti, 500 í Úlfarsár­dal og 500 á BSÍ-reit.

Sigurður Hannes­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðarins, er einnig stuðnings­maður til­löguna. Hann segir meiri­hlutann í borginni ekki átta sig á vanda­málinu.

„Stóra myndin er þessi: Það þarf fleiri í­búðir en nú­verandi meiri­hluti er ekki með ráð­gerðir um að þær verði til í Reykja­vík.“

„Ég skil þetta ekki. Ég bara skil ekki af hverju við erum í þessari stöðu í Reykja­víkur­borg að það sé ekki hægt að víkja frá þéttingar­stefnunni til þess að mæta neyðar­á­standi á hús­næðis­markaði. Þegar pólitíkin þvælist svona fyrir þá er ég viss um að kjós­endur muni segja skoðun sína á því,“ segir Ragnar Þór.