Ragnar Þór bendir á sturlaða stað­­reynd um bankana: „Eru bók­staf­­lega að tapa sér í græðginni“

Ragnar Þór Ingólfs­son, for­maður VR, bendir á sturlaða stað­reynd um bankanna á Face­book í dag en færslan hefur fengið mikla at­hygli í dag.

„Önnur sturluð stað­­reynd! Vextir á veltu­­reikningum eru:
Ís­lands­banki 0,75%
Lands­bankinn 0,75%
Arion banki 0,4%
Vextir á við­­skipta­­reikningi bankanna hjá Seðla­banka Ís­lands eru í dag 5,75%,“ skrifar Ragnar.

„Bankarnir greiða við­­skipta­vinum sínum 0,4-0,75% í vexti á við­­skipta­­reikningum en þeir fá síðan 5,75% vexti á sínum við­­skipta­­reikningum hjá Seðla­banka Ís­lands. Á­lagning bankanna á veltu­­reikningum eru því lítil 1338% hjá Arion banka en hún er "að­eins" 667% hjá Ís­lands­banka og Lands­bankanum. Bankarnir eru bók­staf­­lega að tapa sér í græðginni,“ bætir Ragnar við en hátt í hundrað manns hafa deilt færslunni.

„Veldur manni depurð, sorg, hvernig allt er orðið hér á Ís­landi,“ skrifar einn undir færslu Ragnars Þórs.

„Ís­lendingar eru náttúru­lega snillingar,“ segir Sig­mundur G. Sigur­jóns­son í háð.

Sjón­varps­maðurinn Egill Helga­son leggur einnig orð í belg og segir: „Breytir heldur ekki neinu hvort bankarnir eru í einka­eigu eða ríkis­eigu, Sama tóbakið.“