Ragnar segir rangt að Borgarlínan sé hagkvæm

Ragn­ar Árna­son, hag­fræðipró­fess­or emeritus, segir það ranga túlk­un að segja að Borgarlínan sé þjóðhagslega hagkvæm. Í grein sem Ragnar skrifar í Morgunblaðið í dag fer hann yfir skýrslu Mann­vits og danska ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins COWI um borg­ar­lín­una, samkvæmt félagshagfræðilegrigreiningu er áætlað að fyrsta lota Borgarlínu skili 25,6 millj­arða sam­fé­lags­legum ábata á næstu 30 árum, umfram stofn- og rekstr­ar­kostn­að.

Var notast við aðferðafræði sem beitt var meðal annars við m.a. Metro í Kaupmannahöfn, léttlestarkerfi í Óðinsvéum og Árósum. En þetta var í fyrsta skipti sem slíkt er gert fyrir stóra samgönguframkvæmd á Íslandi.

Ragn­ar segir að þjóðhags­legt nú­v­irði fyrsta áfanga borg­ar­línu sé veru­lega nei­kvætt. Í skýrsl­unni séu reiknaðir til ábata ýms­ir þætt­ir sem séu alls ekki fé­lags­leg­ur ábati, eins og greidd far­gjöld og „eitt­hvert metið hra­kv­irði fram­kvæmd­ar­inn­ar í miðjum klíðum eins og hið op­in­bera geti þá selt fjár­fest­ing­una til út­landa fyr­ir reiðufé“.

Ragnar segir að ný­fjár­fest­ing í þjóðveg­um í Reykja­vík hafu verið ví nær eng­in und­an­far­in 12 ár, en vega­kerfi borg­ar­inn­ar þess í stað skipu­lega gert ógreiðfær­ara með ærn­um til­kostnaði. „Þjóðhags­leg­ur kostnaður við þess­ar taf­ir er mjög mik­ill. Miðað við op­in­ber gögn um um­ferð á höfuðborg­ar­svæðinu er hann lík­lega yfir 100 millj­ón­ir króna á hverj­um virk­um degi og yfir 30 millj­arðar króna á ári,“ segir hann. Við það bætist loftmengun.

Hann segir að forsendur notkunar og þjóðhagslegt tímavirði óraunsætt. „Séu þær óraun­sæju for­send­ur færðar í raun­sæ­isátt kem­ur í ljós að fram­kvæmd­in hef­ur veru­lega nei­kvætt nú­v­irði,“ segir Ragnar.

Niðurstaða Ragnars er að Borgarlínan sé ekki skynsamleg. „Aldrei er skyn­sam­legt að leggja í fram­kvæmd­ir sem hafa nei­kvætt nú­v­irði. Það er jafn­vel álita­mál hvort leggja beri í fram­kvæmd­ir sem hafa já­kvætt nú­v­irði. Slíkt er aðeins skyn­sam­legt ef eng­in önn­ur fram­kvæmd hef­ur hærra nú­v­irði. Op­in­ber gögn benda til þess að á höfuðborg­ar­svæðinu séu all­marg­ar fram­kvæmd­ir í sam­göngu­mál­um sem bæði hafa veru­lega já­kvætt nú­v­irði og tví­mæla­laust miklu hærra en borg­ar­lín­an og munu nýt­ast öll­um vegafar­end­um. Því væri skyn­sam­legt að fram­kvæma þess­ar sam­göngu­bæt­ur áður en meira skatt­fé er ausið í borg­ar­línu.“