Ragnar mátaði Ísland við sprenginguna í Tonga

Flestir hafa nú frétt af neðanjarðareldgosi sem varð við eyríkið Tonga í Kyrrahafi í fyrradag. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að þetta hafi verið kröftugasta sprengigos á jörðinni í meira en hundrað ár.

Sprengingin var svo ógnarstór að hún sást greinilega úr geimnum. Ragnar Heiðar Þrastarson, kortagerðarmaður, setti umfangið í samhengi við Ísland í færslu á Twitter. Má þar sjá Ísland ef það væri í Kyrrahafinu í stað Tonga: