Ragnar gefur Gylfa ekki háa ein­kunn: „Við­horfið hefur greini­lega lítið breyst“

Ragnar Þór Ingólfs­son, for­maður VR, vandar Gylfi Arn­björns­syni, fyrr­verandi for­seta ASÍ, ekki kveðjurnar í pistli á Face­book. Til­efnið eru um­mæli sem Gylfi lét frá sér í Morgun­blaðinu í dag en þar gagn­rýndi hann for­ystu verka­lýðs­hreyfingarinnar hér á landi.

„Það er ekkert launungar­­mál að orð­ræðan er bein­­skeyttari og sam­­skiptin líka. Það er heldur engin launung að ég gaf ekki kost á mér á sínum tíma þar sem ég taldi mig ekki geta staðið fyrir svona stefnu og fram­­göngu. Ég vildi nálgast hlutina öðru­­vísi og gerði það. Þetta kemur mér því ekkert á ó­­vart,“ sagði Gylfi í Morgun­blaðinu og átti þar við stöðuna á vinnu­­markaði og deilur ASÍ og Sam­­taka at­vinnu­lífsins.

Sjá einnig: Gylfi fær að heyra það: „Nú sést í hvaða bandalagi þessi maður var“

Ragnar svarar þessum um­mælum Gylfa og segir að honum hugnist ekki orð­ræða Sam­taka at­vinnu­lífsins. Hann hnýtir svo í Gylfa í leiðinni og segir:

„Undir for­ystu Gylfa Arn­björns­sonar, og stuðnings­manna hans, skrapaði ASÍ botninn í trausti í ís­lensku sam­fé­lagi. Þetta var stað­fest af könnunum sem ASÍ lét gera árum saman og haldið var frá bak­landi hreyfingarinnar. Undir hans stjórn og hug­mynda­fræði, um sam­ræmda lág­launa­stefnu, átti að taka samnings­rétt stéttar­fé­laga og læsa inn í Þjóð­hags­ráði í gegnum hið svo nefnda Salek sam­komu­lag. Salek sam­komu­lagið sem stjórn­endur fyrir­tækja tala enn þann dag í dag sem hinn heilaga kaleik.“

Ragnar segir að eftir að ný for­ysta tók við í verka­lýðs­hreyfingunni hafi dæmið snúist við. Bar­áttan fyrir bættum lífs­kjörum hafi hafist fyrir al­vöru með „nýju og öflugu fólki sem var ekki til­búið að sættast við gamlar hag­fræði­kenningar vinnu­markaðarins sem voru orðnar jafn úr­eltar og inni­halds­lausar og fjár­mála­kerfisins,“ segir Ragnar og bætir við að traust al­mennings til ASÍ mælist nú í hæstu hæðum.

„Það er ekki bara ný for­ysta verka­lýðsins heldur líka ný for­ysta SA. For­ysta sem er ein­beittari en áður í að halda kjörum niðri, hvað sem það kostar, og beita fyrir sér að­ferðum, orð­ræðu og kenningum sem hafa verið af­sannaðar með öllu, studdar ítar­legum al­þjóð­legum rann­sóknum á vinnu­markaði,“ segir Ragnar og bætir við að SA hafi gengið lengra gegn réttindum og lífs­kjörum vinnandi fólks en áður hefur þekkst. Sam­tökin hafi hvatt fyrir­tæki til að brjóta lög og fara gegn leik­reglum sem skrifaðar hafa verið um sam­skipti á vinnu­markaði.

„SA telur nú að al­menningur kaupi þau rök að þeir vilji fresta nauð­syn­legum kjara­bótum til þeirra lægst launuðu til að verja störf. Kanntu annan betri! Sam­tökum at­vinnu­lífsins hafa löngum verið skít­sama um störfin og fólkið sem þau vinnur. Ekki hefur það við­horf lagast með nýrri for­ystu SA svo mikið er víst,“ segir Ragnar meðal annars.

Hann segir að lokum að það valdi honum von­brigðum að fyrr­verandi for­seti ASÍ skuli taka mál­stað SA.

„En kemur svo sem ekki á ó­vart þar sem erfitt var að greina á milli SA og ASÍ undir hans stjórn, og stuðnings­manna hans. Við­horfið til fyrrum um­bjóð­enda og fé­laga hefur greini­lega lítið breyst.“

Mér hugnast ekki orðræða Samtaka atvinnulífsins. Undir forystu Gylfa Arnbjörnssonar, og stuðningsmanna hans, skrapaði...

Posted by Ragnar Þór Ingólfsson on Þriðjudagur, 29. september 2020