Ragnar brjálaður út í Hjör­var: „Því­líkur erki­bjána­skapur“

14. janúar 2021
13:41
Fréttir & pistlar

Ragnar Þór Péturs­son, for­maður Kennara­sam­bands Ís­lands, er allt annað en sáttur við fjöl­miðla­manninn Hjör­var Haf­liða­son.

Sjá einnig: Í­þrótta­fræðingur hjólar í Hjör­var: „Á sama tíma eru svona vit­leysingar að eitra huga komandi kyn­slóða fyrir nokkra þúsund­kalla“

Eins og Hring­braut greindi frá í morgun lét Hjör­var vægast sagt vafa­söm um­mæli falla í hlað­varps­þætti sínum, Dr. Foot­ball. Um var að ræða aug­lýsinga­innslag fyrir nikó­tín­kodda og sagði Hjör­var:

„Fékk þær sláandi fréttir að að­eins 40% grunn­skóla­nema er að taka í vörina og við ætlum að bæta úr því fyrir árs­lok.“

Hjör­var hlaut nokkra gagn­rýni í kjöl­farið, meðal annars frá Aroni Gauta Lax­dal, doktor í í­þrótta­fræði sem sagði meðal annars:

„Maður eyðir öllum deginum í að efla lýð­heilsu barna og á sama tíma eru svona vit­leysingar að eitra huga komandi kyn­slóða fyrir nokkra þúsund­kalla. Standard takk.“

Ragnar tekur undir þessa gagn­rýni og segir á Face­book:

„Hjör­var Haf­liða­son var bara í al­vöru að reka á­róður fyrir því að grunn­skóla­börn taki í vörina og aug­lýsa um leið til­tekið efni. Því­líkur erki­bjána­skapur. Mark­menn mega snerta boltann með höndunum svo þetta er varla því að kenna að hann hafi skallað of marga blauta bolta um ævina.“

Ekkert tóbak er í um­ræddum nikó­tín­púðum en vin­sældir þeirra hafa aukist mjög hér á landi á kostnað ís­lenska nef­tóbaksins. Reglu­gerð um púðana er í vinnslu hjá heil­brigðis­ráðu­neytinu sem mun taka til ýmissa þátta, svo sem inni­halds­lýsinga og há­marks­magns nikó­tíns í púðunum.

Lára G. Sigurðar­dóttir, læknir og doktor í lýð­heilsu­vísindum, varaði við púðunum í fyrra­sumar og furðaði sig á því að þeir væru ekki flokkaðir sem lyf. Í sam­tali við RÚV lýsti hún á­hyggjum sínum af því hve sterkir púðarnir eru, en sterkasta nikó­tín­tyggjóið á markaði hér á landi inni­heldur 4 milli­grömm en í púðunum getur styrk­leikinn verið marg­faldur á við það og jafn­vel ban­vænn fyrir ung börn.