Potta­blóma­hópur á Face­book logar vegna á­sakana um kyn­þátta­for­dóma

Soðið er upp úr í Stofublóm inniblóm pottablóm hópnum á Facebook.

Ósköpin hófust þegar Einn meðlima hópsins birti mynd af fallegu pottablómi og sagði: „Fallegur Gyðingurinn hjá mér.“

Annar meðlimur brást við með orðunum: „Blómið er fallegt en gyðingurinn ekki“ og þar með var friðurinn úti. Fólk skiptist í tvær fylkingar með og á móti því að kalla blómið Gyðing. Var viðkomandi beðin að útskýra hvað hún ætti við með fordómum og sögðust margir vilja eignast Gyðing til að undirstrika sátt sína við nafnið.

Ásakandinn vísaði þá til sagna af Gyðingnum gangandi sem ofsótt hafði Jesú krist en nafn blómsins væri haft eftir þeirri sögu.

Hvað hefur þú fyrir þér að blómið sé nefnt þessu nafni til þess að gera grín? og þá grín að hverjum? Hvaða nafn er ljótt? Ertu að væna foreldra okkar um að gefa okkur nöfn sem þeim fundust ljót? Á ég að fara fram á að þú skiptir um nafn af því að það eru tré sem heita "ösp"? Eða á að breyta um nafn á trénu. Hvoru ykkar var verið að hæða?

„Ég væri alveg til í að fá fallegt blóm nefnt eftir mér“ sagði ein. Var henni umsvifalaust svarað: „En ef það væri nefnt eftir þér til að gera grín af þér? Eða eftir ljótu nafni sem einhver gaf þér?“

Henni var umsvifalaust svarað:

„Hvað hefur þú fyrir þér að blómið sé nefnt þessu nafni til þess að gera grín? og þá grín að hverjum? Hvaða nafn er ljótt? Ertu að væna foreldra okkar um að gefa okkur nöfn sem þeim fundust ljót? Á ég að fara fram á að þú skiptir um nafn af því að það eru tré sem heita "ösp"? Eða á að breyta um nafn á trénu. Hvoru ykkar var verið að hæða?“

Fleirum fannst einnig ásakanir um fordóma ganga of langt:

„Mér þykir fólk setja sig á ansi háan hest þegar það er að ákveða hvað séu fordómar og hvað ekki. Ég á flottan og fínan röndóttan gyðing og mér þykir vænt um hann,“ svaraði ein og vísaði til frægasta gyðings sögunnar: „Langfrægasti gyðingur sögunnar var nefndur Jesús Kristur og ég held miðað við þær sögur sem ég hef af honum heyrt að hann hljóti að hrista hausinn yfir þessu yfirgengilega rugli um það hvað aðrir meiga segja og hvað ekki.“

En hin pólitíska rétthugsun lét sér ekki segjast: „Um að gera að ríghalda í fordómana og berjast fyrir því að fá að nota orð sem særa aðra. Fátt sem gerir lífið skemmtilegra en það. Það er auðvitað réttur allra að særa annað fólk. Helvítis niggarar og gyðingar út um allt. Og feministar. Má ekki bara eyða þessu pakki?“

Fleiri blönduðu sér í umræðuna með sögulegum fróðleik og voru til dæmis rifjuð upp orð nóbelskáldsins Halldórs Laxness: „Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“

Aðrir reyndu að bera klæði á vopnin í stað þess að skipa sér í lið: „Það getur verið óþægilegt að vera bent á að orð sem við notum byggist á fordómum eða annarri neikvæðri sögu. Ég er sannfærð um að þessi umræða verði til góðs í þessum hópi þó hún hafi stuðað svolítið til að byrja með. Við erum alltaf að læra.“

Þegar kommentin voru komin vel á annað hundraðið, kvaddi upphafskona umræðunnar sér aftur hljóðs í umræðunni, það er að segja eigandi blómsins sem um ræðir, og var alls ekki skemmt:

„Úff, mig langaði bara að sýna ykkur mynd af blóminu mínu. Mér var sagt fyrir nokkrum árum að þetta væri nafnið á þvi. Aldrei datt mér í hug að svona umræða færi af stað um þetta blóm ég biðst afsökunar ef ég hef móðgað/sært einhvern. Eigið gott kvöld.“

Umræðan lifir enn góðu lífi í grúbbunni og ómögulegt að rifja hana alla upp hér.