Play byrjað að fella niður ferðir: „Setur ekki stórt strik í okkar plön“

Flugfélagið Play, sem hefur aldrei flogið, hefur þegar fellt niður þrjár ferðir sem það ætlaði að fljúga til London í næsta mánuði. Samkvæmt Vísi er ástæðan hræðsla Breta við að lenda í sóttkví við heimkomu.

„Það virðist hafa komið ákveðið bakslag í breska markaðinn eftir að Portúgal var tekið af græna listanum og breskir ferðalandar eru aðeins að halda að sér höndunum,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play.

„En þetta setur ekki stórt strik í okkar plön. Okkar fyrsta flug verður 24. júní til London og bókanir eru gríðarlega góðar. Það sem gildir á þessum tímum er að hafa sveigjanleika og við erum að nýta okkur hann eins og öll önnur flugfélög.“