Plantað 900 þúsund trjám – verð ríkur af þessu þegar ég verð 130 ára

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, hefur haft skógrækt sem áhugamál um árabil. Hann á bújörð í Biskupstungum; skammt frá Geysi í Haukadal. Og hann hefur verið nokkuð stórtækur við að planta og haft öflugan mannskap sér til halds og traust í þeim efnum.

Þetta kemur fram í viðtali við hann í þætti Jóns G. á Hringbraut í kvöld kl. 21 en Jón lætur af störfum hjá Össuri 1. apríl næstkomandi eftir 26 ár í brúnni hjá Össuri.

Jón er umsvifamikill skógarbóndi og segir að meiri tími gefist í það verkefni þegar hann lætur af stórum.

„Ætli það séu ekki um 900 þúsund tré sem við höfum plantað. Ísland er kannski ekki besta landið fyrir skógrækt í heiminum – en þetta er mjög gaman og gefandi.“

Spurður hvort hann sé farinn að fá einhverjar tekur af skógræktinni segir hann að svo sé ekki. „Ég hef reiknað það út að ég verð líklegast ríkur af þessu þegar ég verð 130 ára.“

Ath. Þátturinn Stjórnandinn með Jóni G. á Hringbraut hefur færst af mánudagskvöldum yfir á sunnudagskvöld kl. 21.