Pirruð og reið yfir til­lits­leysi fólks eftir ferð í Bónus: „Er þetta virki­lega svona erfitt að skilja?“

Ung kona sem kveðst vera í á­hættu­hópi vegna CO­VID-19 kveðst vera pirruð og reið eftir að hafa farið í verslun Bónus í Grafar­vogi síð­degis í dag.

Konan skrifar færslu í Face­book-hóp íbúa í Grafar­vogi þar sem hún segir farir sínar ekki sléttar og að allt of al­gengt sé að fólk virði ekki tveggja metra regluna þó að CO­VID-19 sé aftur farið að greinast í sam­fé­laginu.

„Af­sakið rudda­skapinn, en ég er bara virki­lega pirruð og reið núna,“ segir konan sem spyr hvað það er við tveggja metra regluna sem fólk skilur ekki.

„Er þetta virki­lega svona erfitt að skilja? Það er ekki farandi í Bónus hérna í Spönginni fyrir fólki, fólk virðir ENGIN fjar­lægðar­mörk, ég þurfti nánast að fara inn í hillurnar núna áðan svo ég gæti fengið ein­hverja minnstu fjar­lægð frá öðru fólki. Ég er í á­hættu­hóp og það lá við að ég væri i einu feitu kvíða­kasti allan þann tíma sem ég var þarna inni,“ segir konan í færslunni.

Færslan hefur fengið nokkuð mikil við­brögð og eru margir sem taka undir. Þó eru aðrir sem benda á að sumar verslanir bjóði upp á heim­sendingu, aðrar verslanir sé hægt að sækja á tímum þar sem ekki er mikið að gera og þá geti gagnast að vera með hanska og grímu til að tryggja eigið öryggi.

Margir taka undir með konunni og segjast upp­lifa það víða í sam­fé­laginu að fólk virðir ekki tveggja metra regluna. „Ég ein­mitt upp­lifi það sama, finnst enginn vera að virða tvo metrana. Það liggur við að það sé stigið á hælana á manni,“ segir ein kona á meðan önnur bætir við að hún sé alltaf farin að bera grímu þegar farið er í mat­vöru­verslanir.

Ein sem segist hafa farið í um­rædda verslun síð­degis tekur undir að það hafi verið mikið að gera. „En mér fannst allir vera að passa sig og starfs­fólkið til fyrir­myndar,“ segir hún.

Þá segist ein kona, sem starfar í fram­línu­sveitinni á­samt eigin­manni sínum, velja Bónus á Korpu­torgi vegna stærðar verslunarinnar. Þar sé vel staðið að málum en vissu­lega sé hún leið yfir því til­lits­leysi sem fólk virðist sýna. „Hef á­hyggjur af því að þurfa að fara aftur í gallann,“ segir hún.