Pét­ur svein­bjarn­ar­son er látinn: hug­mynda­rík­ur og uppá­tækja­sam­ur frumkvöðull sem verður sárt saknað

Pét­ur Svein­bjarn­ar­son fædd­ist i Reykja­vík 23. ág­úst 1945. Hann lést á Kana­ríeyj­um 23. des­em­ber 2019. Pét­ur kom víða við á sinni ævi. Fyrri eig­in­kona Pét­urs var Auðbjörg Guðmunds­dótt­ir. Eignuðust þau tvö börn saman.  Síðari eiginkona Péturs var Edda Krist­in Aaris Hjaltested og áttu þau tvo syni. Útför Pét­urs fer fram frá Dóm­kirkj­unni í Reykja­vík í dag klukk­an 13.

Pétur varð fyrst korn­ung­ur blaðamaður og síðan, enn á unga aldri, þjóðþekkt­ur af störf­um sín­um að um­ferðar­mál­um síðast sem fyrsti fram­kvæmda­stjóri Um­ferðarráðs. Hann átti og rak þekkt veit­inga­fyr­ir­tæki um ára­bil, var einn eig­enda og stjórn­ar­formaður Kaup­stefn­unn­ar Reykja­vík og fram­kvæmda­stjóri Þró­un­ar­fé­lags miðborg­ar Reykja­vík­ur í mörg ár. Pét­ur var snill­ing­ur í knatt­spyrnu með yngri flokk­um Vals, var fé­lagi þar af lífi og sál alla tíð og gegndi for­ystu­störf­um m.a. sem formaður fé­lags­ins. Pétur átti að baki langan feril á sviði við­skipta, opin­berra starfa og fé­lags­mála. Hann var virkur í starfi Sjálf­stæðis­flokksins í á­tatugi og gegndi m.a. stöðu formanns Heim­dallar.

Greint er frá andláti Péturs í Morgunblaðinu í dag.

\"\"Pét­ur var blaðamaður á dag­blaðinu Vísi frá 1961 til 1963. Pét­ur var í starfs­námi hjá AA (Automobile Association), RoSPA (Royal society for prevention of accidents) og bresku lög­regl­unni 1964. Í fram­haldi af því varð hann full­trúi í um­ferðar­nefnd Reykja­vík­ur og síðan for­stöðumaður fræðslu og upp­lýs­inga­skrif­stofu um­ferðar­nefnd­ar og lög­reglu vegna gildis­töku hægri um­ferðar 1968.

Hann var fram­kvæmda­stjóri Um­ferðarráðs frá stofn­un 1969 og til 1976 og hlaut m.a. Silf­ur­bíl Sam­vinnu­trygg­inga 1973 fyr­ir fram­lag til um­ferðarör­ygg­is­mála. Þá var hann fram­kvæmda­stjóri ís­lenskr­ar iðnkynn­ing­ar 1977. Pét­ur var fram­kvæmda­stjóri veit­inga­húsa Asks, Veit­inga­manns­ins og Jumbo 1981-1987 og fram­kvæmda­stjóri Þró­un­ar­fé­lags Reykja­vík­ur 1990-2000.

Pét­ur lék knatt­spyrnu með yngri flokk­um Vals og varð Íslands­meist­ari með 4. og 3. flokki. Hann sat í stjórn Heimdall­ar, FUS, 1968-1971 og var formaður fé­lags­ins 1970-1971. Hann sat í stjórn Sam­bands ungra sjálf­stæðismanna 1969-1971 og í stjórn full­trúaráðs Sjálf­stæðis­fé­lag­anna i Reykja­vík 1970-1971.

Pét­ur sat í Æsku­lýðsráði Reykja­vík­ur 1969-1974 og í stjórn Æsku­lýðssam­bands Íslands 1969-1973. Þá sat hann í fram­kvæmda­stjórn Bíafra lands­söfn­un­ar og í full­trúaráði og fram­kvæmda­stjórn Hjálp­ar­stofn­un­ar kirkj­unn­ar. Hann var formaður stjórn­ar Kaup­stefn­unn­ar Í Reykja­vík 1982-1986. Þá sat hann í stjórn Menn­ing­ar­næt­ur frá stofn­un 1996 til árs­ins 1999.

Pét­ur sat í stjórn Sól­heima, sjálf­seign­ar­stofn­un­ar, 1979-2018 og var formaður frá 1983. Þá sat hann í fram­kvæmda­stjórn Camphill Village Trust í Bretlandi 2007-2017, en Camphill-hreyf­ing­in er óhagnaðardrif­in, stofnuð á grund­velli kenn­inga mann­spek­ings­ins Rudolfs Steiner og rek­ur heim­ili og vinnustaði fyr­ir fatlaða ein­stak­linga eins og Sól­heim­ar.

Pét­ur var formaður knatt­spyrnu­deild­ar Vals 1976-1980 og formaður fé­lags­ins 1981-1988. Þá var hann formaður fram­kvæmda­nefnd­ar um bygg­ingu Sr. Friðrik­skap­ellu 1989-1993 og formaður stjórn­ar Vals­hjart­ans ehf frá stofn­un 2017.

Fyr­ir störf sín á veg­um Vals hlaut hann Valsorðuna 1991 og á ald­araf­mæli fé­lags­ins 11. maí 2011 var hann gerður að heiðurs­fé­laga Knatt­spyrnu­fé­lags­ins Vals.

Pét­ur var sæmd­ur ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 2007.

Fjölmargir minnast Péturs bæði á samfélagsmiðlum og svo í minningargreinum í Morgunblaðinu.

Friðrik Soph­us­son fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins skrifar:

„Pét­ur gaf sig alltaf að fullu í þau störf, sem hon­um var trúað fyr­ir. Sam­starfs­menn hans nutu skipulagsgáfna hans og atorku hvort sem það var í störf­um fyr­ir Val eða Sól­heima í Gríms­nesi, þar sem hann gegndi stjórn­ar­for­mennsku í 35 ár. Þar vann hann ásamt öfl­ugu sam­starfs­fólki stór­kost­legt upp­bygg­ing­ar­starf, sem eft­ir er tekið – einnig utan land­stein­anna. Hann beitti sér af öllu afli í þágu skjól­stæðinga stofn­un­ar­inn­ar og var stund­um um­deild­ur og gagn­rýnd­ur einkum af þeim sem litu ár­ang­ur­inn öf­und­ar­aug­um.

Við [unnum] sam­an í Sjálf­stæðis­flokkn­um, þar sem hann gegndi m.a. for­mennsku í Heimdalli. Fyr­ir meira en hálfri öld stofnuðum við ásamt nokkr­um öðrum for­ystu­mönn­um ungra sjálf­stæðismanna Miðviku­dags­klúbb­inn, sem enn held­ur fundi hálfs­mánaðarlega.

Það var alltaf líf og fjör í kring­um Pét­ur enda var hann hug­mynda­rík­ur og uppá­tækja­sam­ur. Segja mætti sæg af sög­um um það, sem brallað var á ung­dóms­ár­un­um. Mest af því var sak­laust grín og sprell, sem eng­um varð meint af, en gaf líf­inu lit. Við eig­um eft­ir að rifja það upp þegar við hitt­umst hinum meg­in.

Á tíma­bili glímdi hann við Bakkus, en þeirri glímu lauk með fullnaðarsigri Pét­urs fyr­ir meira en þrem­ur ára­tug­um.

Pét­ur Svein­bjarn­ar­son var með hjartað á rétt­um stað. Hann var ávallt til­bú­inn að rétta hjálp­ar­hönd, þegar ein­hver átti í erfiðleik­um. Ég mun ætíð sakna hans og minn­ast sem trausts og góðs vin­ar.

\"\"

Helgi Magnús­son skrifar:

„Með Pétri Svein­bjarn­ar­syni er geng­inn mik­ill fé­lags­mála­maður og leiðtogi. Allt frá yngri árum var Pét­ur jafn­an sótt­ur til for­ystu þar sem hann kom að mál­um.

Ég fylgd­ist fyrst með Pétri á vett­vangi Vals. Hann átti fer­il að baki sem knatt­spyrnumaður í gegn­um alla yngri flokka fé­lags­ins þar sem hann var fyr­irliði í sig­ur­sæl­um hópi. Pét­ur var beðinn að taka að sér for­mennsku í knatt­spyrnu­deild Vals sem stóð á tíma­mót­um. Hann lét til­leiðast og stýrði miklu upp­gangs­skeiði í fé­lag­inu, fyrst sem formaður knatt­spyrnu­deild­ar og síðar sem formaður fé­lags­ins. Pét­ur bauð mér að taka sæti í stjórn knatt­spyrnu­deild­ar árið 1977. Þá kynnt­ist ég for­ystu­hæfi­leik­um Pét­urs sem nálgaðist viðfangs­efn­in gjarn­an á djarf­an og óvænt­an hátt. Árang­ur­inn lét ekki á sér standa.

Á þess­um árum var bryddað upp á ýms­um nýj­ung­um og margt gert vel. Pét­ur stýrði sam­starfs­mönn­um sín­um af festu en oft var samt stutt í létt­leika og gleði. Menn gátu einnig gert grín að sjálf­um sér sam­hliða því að gerðar voru mikl­ar kröf­ur. Þannig lét Pét­ur samþykkja það á fundi leik­manna meist­ara­flokks karla og stjórn­ar knatt­spyrnu­deild­ar Vals eitt vorið að við yrðum Íslands­meist­ar­ar það árið. Hann lét kjósa um til­lögu þess efn­is við góðar und­ir­tekt­ir og spurði svo: „Ein­hver á móti?“ Eng­inn reynd­ist vera mót­fall­inn til­lög­unni og hún skoðaðist því samþykkt með öll­um greidd­um at­kvæðum. Það gekk svo eft­ir að Val­ur varð Íslands­meist­ari – enda búið að samþykkja það sam­hljóða.

Í fé­lags­starf­inu inn­an Vals skapaðist traust og vinátta milli okk­ar Pét­urs sem hélst allt til loka án þess að skugga bæri á. Fyr­ir það er ég þakk­lát­ur. Það var margt hægt að læra af Pétri enda hafði hann til að bera mikla for­ystu­hæfi­leika og líf­legt hugmyndaflug sem nýtt­ist bæði hon­um og öðrum í þeim verk­um sem hann sinnti.

Ég hafði mikla ánægju af því að fylgj­ast með merku mannúðar­starfi sem Pét­ur vann sem stjórn­ar­formaður Sól­heima í Gríms­nesi í 38 ár. Þar er unnið mik­il­vægt starf sem efld­ist jafnt og þétt á þeim ára­tug­um sem Pét­ur stýrði þess­ari merku sjálf­seign­ar­stofn­un studd­ur af fjölda öfl­ugra sam­starfs­manna og fé­laga. Það var líkt Pétri að leggja slíku mannúðar­starfi öfl­ugt lið af heil­um hug.

Pét­urs Svein­bjarn­ar­son­ar verður sárt saknað af vin­um, sam­herj­um og sam­ferðamönn­um. Við sjá­um á eft­ir góðum fé­laga og merk­um frum­kvöðli. En mest­ur er söknuður nán­ustu ætt­ingja. Ég votta son­um Pét­urs og fjöl­skyld­unni samúð okk­ar hjóna. Blessuð sé minn­ing Pét­urs Svein­bjarn­ar­son­ar.“

Ólaf­ur G. Gúst­afs­son segir meðal annars:

„Sá vett­vang­ur þar sem Pét­ur hef­ur markað dýpst og var­an­leg­ust spor er hjá Sól­heim­um í Gríms­nesi. Þar gegndi hann for­ystu í nær 40 ár og sú gríðarlega upp­bygg­ing sem átt hef­ur sér stað þar á þess­um tíma er ein­stök og öll hef­ur hún miðast að því að bæta sí­fellt aðstöðuna fyr­ir þá fötluðu ein­stak­linga sem þar búa, starfs­fólk og aðra íbúa. Það er á eng­an hallað þegar sagt er að mest­an heiður þeirr­ar upp­bygg­ing­ar á Pét­ur. Það var hans framtíðar­sýn, staðfesta og kraft­ur sem þar réði för. Hann hvikaði aldrei þó unnið væri gegn Sól­heim­um, stóð styrk­an vörð um staðinn og var ávallt trúr hug­mynda­fræði Sesselju, stofn­anda Sól­heima. Pét­ur naut trausts og virðing­ar á þess­um vett­vangi og var m.a. kjör­inn í stjórn Camp­hill-sam­tak­anna sem reka heim­ili og vinnustaði fyr­ir fatlað fólk.

Pét­ur var ör­laga­vald­ur í mínu lífi því fyr­ir til­stilli hans fór ég m.a. að vinna fyr­ir Val og Sól­heima, störf sem hafa styrkt mjög okk­ar vináttu­bönd. Pét­ur var mik­ill vin­ur vina sinna og var um­hugað um vel­ferð þeirra. Í öll­um sam­skipt­um var hann traust­ur og sann­gjarn, en gat verið fast­ur á sinni mein­ingu.“

Kveðja frá Miðviku­dags­klúbbn­um

Í Miðvikudagsklúbbnum sitja:

Björgólf­ur Guðmunds­son, Eggert Hauks­son, Friðrik Soph­us­son, Jón Magnús­son, Ólaf­ur B. Thors, Páll Bragi Kristjóns­son, Ragn­ar Tóm­as­son, Sig­urður Haf­stein og Val­ur Vals­son:

 „Fyr­ir meira en fimm­tíu árum hitt­umst við nokkr­ir ung­ir sjálf­stæðis­menn til að ræða stöðu Sjálf­stæðis­flokks­ins. All­ir vor­um við virk­ir þátt­tak­end­ur í Heimdalli og Sam­bandi ungra sjálf­stæðismanna. Mikið rót var í stjórn­mál­un­um á þess­um tíma og rót­tæk­ar stefn­ur í tísku.

Á aukaþingi SUS haustið 1968, þegar Birg­ir Ísleif­ur Gunn­ars­son var formaður SUS, kom fram óánægja með for­ystu flokks­ins, rætt var um flokks­ræði; og þess m.a. kraf­ist að próf­kjör yrðu viðhöfð í rík­ari mæli. Það var í þessu and­rúms­lofti, sem við stofnuðum Miðviku­dags­klúbb­inn og höf­um hist all­ar göt­ur síðan hálfs­mánaðarlega á vet­urna.“

Þá segir einnig:

„Pét­ur var alla tíð ein­stak­lega frjór í hugs­un og atorku­sam­ur frum­kvöðull, hvort held­ur var í starfi eða leik, og mik­ill vin­ur vina sinna.

Við, fé­lag­arn­ir í Miðviku­dags­klúbbn­um, þökk­um langa sam­leið með ein­læg­um vini og minn­umst hans með hlýju, söknuði og virðingu. Son­um hans, syst­ur, fjöl­skyld­um þeirra og öðru vensla­fólki, vott­um við okk­ar dýpstu samúð.“

Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son fyrrverandi borgarstjóri segir meðal annars:

„Fall­inn er frá góður vin­ur og sam­ferðamaður í ára­tugi. Leiðir okk­ar Pét­urs lágu sam­an þegar við vor­um sendi­svein­ar í Sunnu­búðinni í Máva­hlíðinni hjá Óskari Jó­hanns­syni, kaup­manni, með fleiri góðum fé­lög­um okk­ar. Síðar átt­um við sam­leið í störf­um fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn, aðallega á vett­vangi Heimdall­ar, fé­lags ungra Sjálf­stæðismanna.

Það sem strax ein­kenndi Pét­ur á unglings­ár­um var mikið hug­mynda­flug og at­hafna­semi. Við störfuðum náið sam­an að ýms­um verk­efn­um, m.a. í full­trúaráði Sól­heima í 28 ár og í stjórn Þró­un­ar­fé­lags miðborg­ar Reykja­vík­ur á ár­un­um 1990-1995 þar sem Pét­ur var fram­kvæmda­stjóri. Í báðum þess­um hlut­verk­um skilaði Pét­ur ein­stak­lega góðu starfi, þannig að eft­ir var tekið. Það sem lýsti störf­um Pét­urs, hvarvetna sem hann starfaði, var stór­hug­ur, áræði og út­sjón­ar­semi.

Að leiðarlok­um er mér efst í huga þakk­læti fyr­ir sam­fylgd­ina og vinátt­una.“

Hall­dór Ein­ars­son, segir fyrir hönd Knatt­spyrnu­fé­lags­ins Vals og Full­trúaráðs:

„Pét­ur gekk ung­ur til liðs við Val og náði snemma mik­illi leikni með knött­inn og góðum leikskiln­ingi. Hann og Sig­urður Gunn­ars­son urðu fyrstu KSÍ-gulldrengir Vals en þvert á spár varð fer­ill­inn inni á vell­in­um ekki lang­ur og hann barðist aldrei um sæti í meist­ara­flokki. Lífið bauð upp á marga spenn­andi kosti og þó að Val­ur væri alla tíð í hjarta Pét­urs sneri hann sér að öðrum hugðarefn­um. Þegar síðan kallið kom og Val­ur þurfti að end­ur­nýja stjórn knatt­spyrnu­deild­ar 1976 þá tók hann við kefl­inu sem formaður deild­ar­inn­ar.

Pét­ur kunni að stjórna og deildi út verk­efn­um til hinn­ar vel mönnuðu stjórn­ar og sat sem formaður í fjög­ur ár. Síðar tók hann við sem formaður fé­lags­ins 1981 og þjónaði því embætti til árs­ins 1988. All­an þenn­an tíma naut hann góðs stuðnings mætr­ar eig­in­konu sinn­ar Auðbjarg­ar Guðmunds­dótt­ur og son­anna Guðmund­ar Ármanns og Eggerts og síðar seinni eig­in­konu sinn­ar, Eddu Krist­ín­ar Aaris Hjaltested. Pét­ur átti kraft­mik­inn sprett í viðskipt­um, starfaði við ýmis stjórn­un­ar- og nefnd­ar­störf og mikið inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Pét­ur var af­skap­lega vel að sér í sögu Vals og þrátt fyr­ir ann­ríki virt­ist hann alltaf finna tíma þegar Val­ur var ann­ars veg­ar. Hann varð formaður nefnd­ar um bygg­ingu Friðrik­skap­ellu að Hlíðar­enda, síðar formaður Vals­hjart­ans sem er nefnd sem starfar inn­an fé­lags­ins og sat í stjórn nefnd­ar sem kom að end­ur­reisn Fjóss­ins. Fyr­ir öll sín góðu störf fyr­ir fé­lagið var hann gerður að heiðurs­fé­laga 2011. Pét­ur var sæmd­ur ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 2007.

Á kveðju­stund þakk­ar Val­ur og send­ir inni­leg­ar samúðarkveðjur til fjöl­skyld­unn­ar.“