Pawel segir að þing­menn ættu í raun að vera mikið fleiri

Pawel Bar­toszek, fyrrum borgar­full­trúi, segir þing­menn á Ís­landi ættu í raun og veru að vera fleiri, þegar horft er til fólks­fjölgunar á síðustu árum.

„Þing­manna­fjöldi hefur verið ó­breyttur síðan 1987. Þá var hann nokkuð nærri þriðju rót af í­búa­fjölda­tölu (sem stundum er notað sem við­mið) en þing­menn ættu nú að vera 71-71 nú miðað við þessa for­múlu,“ segir hann í Face­book-færslu.

Hann segir það skiljan­legt að fólk hugsi um kostnað og vilji ekki fjölga stjórn­mála­mönnum að ó­þörfu.

„En vandinn er að sögu­lega er auð­veldara að jafna at­kvæða­vægi með því að fjölga þing­mönnum þar sem þeir eru of fáir frekar en að taka þá í burtu þaðan sem þeir eru of margir. Þess vegna hefur að­haldið kostað okkur það að mis­vægi at­kvæða hefur aukist undan­farna ára­tugi og jöfnuður milli flokka á lands­vísu næst ekki lengur,“ segir hann.

„Nú­verandi kosninga­kerfi verður bráðum aldar­fjórðungs­gamals. Heildar­endur­skoðun er ein leið en ekki sú eina. Minni­háttar upp­færsla með hóf­legri fjölgun þing­manna og sann­gjarnari skiptingu þeirra á kjör­dæmin gæti verið góður kostur.“

Færsluna má sjá hér að neðan.