Óttar á­hyggju­fullur: Vill láta draga upp­sagnir til baka

Stjórn Geð­lækna­fé­lags Ís­lands (GÍ) lýsir yfir á­hyggjum vegna upp­sagna sál­fræðinga hjá SÁÁ og yfir­vofandi starfs­lokum Val­gerðar Rúnars­dóttur yfir­læknis. Þetta kemur fram í á­lyktun frá Geð­lækna­fé­lagi Ís­lands vegna þeirra stöðu sem upp er kominn á Vogi og innan SÁÁ. Í yfir­lýsingunni segir enn fremur sem Óttar Guð­munds­son geð­læknir skrifar undir:

„Geð­lækna­fé­lag Ís­lands hefur fylgst með þeim já­kvæðu breytingum sem orðið hafa á með­ferðar­starfi SÁÁ á síðustu árum. Vægi sál­fræðinga og annarra fag­stétta hefur þróast í með­ferðinni. Sam­starf milli SÁÁ og geð­þjónustu Land­spítala hefur aukist til mikilla muna. Sál­fræði­þjónusta við börn hefur vaxið svo og með­ferð vegna ópíóíð­fíknar. Sál­fræðingar SÁÁ hafa verið leiðandi í menntun á­fengis- og vímu­efna­ráð­gjafa.

Geð­lækna­fé­lag Ís­lands telur því þessar upp­sagnir ill­skiljan­legar þar sem með­ferð vegna fíkni­sjúk­dóma byggist á þver­fag­legri nálgun.“

Þá segir einnig í á­lyktuninni:

„Starf­semi SÁÁ er mikil­væg grunn­þjónusta og nauð­syn­legt að tryggja að hún glati ekki fag­legu gildi sínu. Fjár­hags­vandi sam­takanna verður ekki leystur með upp­sögn ör­fárra mikil­vægra starfs­manna. Stjórn GÍ skorar á stjórn­endur SÁÁ að draga þessar upp­sagnir til baka án tafar.

Fyrir hönd stjórnar Geð­lækna­fé­lags Ís­lands.“