Óskar engum að vera í þessari stöðu að vetri til: „Ólík sýn á hvað við teljum vera for­réttindi“

„Að búa við fá­tækt er eitt­hvað sem við óskum engum. Öll höfum við ó­líka sýn á hvað við teljum vera for­réttindi í okkar dag­lega lífi.Fyrir mörg okkar eru það á­kveðin for­réttindi að geta til dæmis ferðast er­lendis eða farið út að borða reglu­lega,“ skrifar Ás­laug Inga Kristins­dóttir á Vísi.

Fyrir önnur eru það for­réttindi hér á Ís­landi að geta átt hlýjan fatnað. Því miður er nokkuð stór hópur fólks hér á landi sem hefur ekki efni á hlýjum vetrar­fatnaði. Þessi hópur ferðast iðu­lega með al­mennings­sam­göngum eða fót­gangandi og leitar að hlýjum fatnaði í verslunum með notuð föt. Þessi hópur á það líka sam­eigin­legt að geta ekki leyft sér að fara út að borða og þurfa margir hverjir að leita á náðir hjálpar­sam­taka til að geta borðað yfir mánuðinn. Sjálf þekki ég til ein­stak­linga sem fengu hlýjan fatnað, sund­föt og fleira til dag­legrar notkunar fyrir til­stilli náunga­kær­leika hins al­menna borgara og hjálpar­sam­taka,“ skrifar Ás­laug.

Hún biður les­endur um að í­mynda sér hversu margir hér á landi eiga ekki efni á hlýjum vetrar­fatnaði!

„Sam­kvæmt ný­legum fréttum búa um tíu þúsund börn við fá­tækt á Ís­landi og fjölgar á milli ára. Með til­liti til þess er ljóst að það skiptir sköpum að fram­vegis verði hugað betur að þeim sem búa við fá­tækt. Bar­áttan gegn fá­tækt er að sjálf­sögðu flókið verk­efni en hægt er að út­færa ó­líkar leiðir í átt að því að stemma stigu gegn henni.“

„Sem betur fer er mögu­legt að taka skref í átt að betra sam­fé­lagi. Sveitar­fé­lög geta til dæmis í meiri mæli boðið upp á upp­hituð strætó­skýli yfir vetrar­mánuðina og lagt á­herslu á að styðja þá sem standa höllum fæti ein­hverra hluta vegna og eiga ekki hlýjan fatnað.“

„Þá getur al­menningur lagt sitt af mörkum. Til dæmis er hægt að gefa fatnað í gáma Hjálp­ræðis­hersins í Reykja­vík að Suður­lands­braut 72, sem nýtast mun ýmsum sem þurfa á hlýjum fatnaði að halda. Ljós­mæðra­fé­lag Ís­lands hefur að undan­förnu aug­lýst eftir ung­barna­fatnaði, því vegna fá­tæktar er nokkuð um að börn fæðist hér­lendis án þess að hlý föt séu til staðar. Sömu­leiðis hvet ég úti­vistar­fyrir­tæki og aðrar verslanir til að gefa hlýjan fatnað til hinna ýmsu hjálpar­sam­taka.“

„Ég tel að hlýr fatnaður sé nauð­syn en ekki for­réttindi hér á landi og vil ég með þessum skrifum hvetja þig til að gefa fatnað til góðs.

Hann mun svo sannar­lega létta öðrum lífið í þeim vetrar­kulda sem dynjar á þessa dagana!“ skrifar Ás­laug að lokum.