Orri ó­sáttur við Þor­kel Gunnar: „Guð­mundur nennir þessu greini­lega ekki lengur“

23. janúar 2021
10:27
Fréttir & pistlar

Orri Páll Ormars­son, blaða­maður á Morgun­blaðinu, gagn­rýnir Þor­kel Gunnar Sigur­björns­son, í­þrótta­frétta­mann RÚV, harð­lega í Ljós­va­ka­pistli í Morgun­blaðinu í dag.

Ís­lenska karla­lands­liðið í hand­bolta leikur sem kunnugt er þessa dagana á HM í Egypta­landi og hefur gengi liðsins valdið nokkrum von­brigðum. Slakasti leikurinn á mótinu hingað til var án efa fyrsti leikurinn í milli­riðli gegn Sviss, leikur sem tapaðist 20-18, en frammi­staðan var mun betri gegn Frökkum í naumu tapi í gær. Mögu­leikar Ís­lands á að komast á­fram eru úr sögunni.

Orri segir í pistli að hann hlusti ekki oft á beinar út­varps­lýsingar frá lands­leikjum í hand­bolta og reyni frekar að sjá leikina í sjón­varpinu.

„Ég þurfti að skjótast milli húsa meðan strákarnir okkar öttu kappi við Sviss­lendinga í vikunni og kveikti fyrir til­viljun á út­varpinu, þar sem Þor­kell Gunnar Sigur­björns­son var í miklum ham. Maður er vanari fag­legum og hóf­stilltum lýsingum Einars Arnar Jóns­sonar í sjón­varpinu, þar sem orði er sjaldan hallað á okkar menn. Sama hversu illa gengur,“ segir Orri og bætir við að þannig hafi það byrjað hjá Þor­keli.

„Hann hellti sér fyrst yfir mark­vörð Sviss vegna þess að hann þvældist í­trekað fyrir strákunum okkar í dauða­færunum. Síðan brast þolin­mæðin og Þor­kell lét Bjarka Má Elís­son heyra það. Hann hefði að vísu verið frá­bær á mótinu en svona í­trekað klúður væri ekki boð­legt. „Við verðum að setja Odd Gretars­son í hornið. Bíddu nú við, Oddur Gretars­son er kominn í hornið. Guð­mundur nennir þessu greini­lega ekki lengur!“ Auð­vitað var hund­fúlt að tapa leiknum en eld­lýsing Þor­kels verður mér lengi minnis­stæð. Vinur er sá er til vamms segir,“ segir Orri.

Guð­mundur Guð­munds­son lands­liðs­þjálfari hefur sem kunnugt er gagn­rýnt ís­lenska fjöl­miðla­menn vegna þess hvernig fjallað hefur verið um liðið. Beindist gagn­rýnin einkum að þeim Loga Geirs­syni og Arnari Péturs­syni, sér­fræðingum RÚV vegna mótsins.

„Menn eru alltaf að reyna setja þetta upp þannig að liðið eigi að vera í ein­hverju bíl­­stjóra­­sæti. Þetta er er ein­hver ís­­lensk minni­mátt­ar­­kennd sem brýst út, sér­­stak­­lega hjá þess­um stóru sér­­­fræðing­um hjá RÚV,“ sagði Guð­mund­ur meðal annars í við­tali við RÚV eftir leikinn gegn Frökkum í gær.