Orkusalan vísar á VinnVinn vegna Samherja-millifærslna yfirmannsins

Orkusalan vill ekki tjá sig um ráðningu Elísabetar Ýrar Sveinsdóttur sem nýjan fjármálastjóra fyrirtækisins. Elísabet Ýr er ein þeirra sem lögreglan í Namibíu bað Interpol að hafa uppi á vegna millifærsla frá Kýpur í tengslum við rannsókn á meintri mútustarfsemi Samherja í Namibíu sem Kveikur og Stundin fjölluðu um á sínum tíma.

Stundin spurði Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar, hvort þeim hafi verið kunnungt um Samherja-millifærslurnar og Interpol-málið þegar Elísabet var ráðin.

„Orkusalan harmar mjög að félagið sé dregið inn í umræðuna með þessum hætti enda ekkert sem félagið hefur til saka unnið,“ sagði Magnús.

Vísaði hann svo á ráðningastofuna VinnVinn:

„[f]aglega var staðið að ráðningunni í samvinnu við ráðningarstofu okkar VinnVinn“.