Orkupakkaandstæðingar sjá samsæri í komu Friðriks krónprins

Þrátt fyrir að þriðju orkupakkinn hafi verið samþykktur á Alþingi árið 2019 og lítið ræst úr dómsdagspám í orkumálum síðan þá lifir baráttuhópurinn Orkan okkar góðu lífi á samfélagsmiðlum. Þar fer fram lifandi umræða um orkumál, hvað Íslendingum beri að varast, stöðuna í Evrópu og vendingar hér á landi.

Þar koma einnig inn áhugaverðar kenningar reglulega, nú síðast um tilgang heimsóknar Friðriks krónprins Danmerkur:

„Takið eftir hvert erindi krónprins Danmerkur er til Íslands,“ segir Pjetur nokkur.

Tilgangur heimsóknar Friðriks er að ræða sjálfbæra nýtingu orku.

Innleggið hefur vakið mikla athygli og nýtur velþóknun margra, þar á meðal Sveins Hjartar Guðfinnssonar, sem sagði sig nýverið frá störfum fyrir Miðflokkinn.

Margir setja einnig spurningamerki við þá stjórnmálamenn sem koma til með að hitta krónprinsinn, munu þeir allir hafa greitt atkvæði með þriðja orkupakkanum.

„Allt þetta lið er pakkalið,“ segir Kolbeinn nokkur.