Hringbraut skrifar

Orð dagsins: þreytandi að katrín og áslaug geti ekki sýnt börnum virðingu – börnin eru 5 ára, 4 ára og eins árs

21. febrúar 2020
16:10
Fréttir & pistlar

Orð dagsins að þessu sinni á rithöfundurinn Illugi Jökulsson sem deilir undirskriftasöfnun Semu Erlu sem vill stöðva brottvísun barnanna Ali Kayan, Saja og Jadin til Grikklands. Illugi deilir undirskriftasöfnuninni og segir:

„Það er satt að segja að verða ansi þreytandi að geta ekki treyst að Katrín og Áslaug Arna sýni börnum þá virðingu og samlíðan sem alþjóðasáttmálar kveða á um. Þó ekki væri annað. Skrifið undir, einu sinni, einhvern tíma munum við fá mannsæmandi stjórnvöld í þetta land.“

Sema Erla segir á síðunni þar sem mögulegt er að mótmæla brottvísuninni:

Áslaug Arna á Alþingi, 17. febrúar 2020:

Þetta eru sérstakar ástæður þar sem hægt er að fá efnismeðferð þannig að það er rangt hjá hv. þingmanni, sem hann heldur hér fram, að við sendum einstaklinga alveg sjálfkrafa á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til baka. Það eru tvö lönd í dag sem við sendum ekki til baka vegna stöðu þeirra þar og það eru Grikkland og Ungverjaland.“

\"\"

Í þessari ræðu á Alþingi lýsir dómsmálaráðherra því yfir að stefna stjórnvalda sé að brottvísa ekki fólki á flótta til Grikklands á forsendum Dyflinnarreglugerðarinnar. Þrátt fyrir þessi orð dómsmálaráðherra bíða nú systkinin Ali, sem er níu ára, Kayan, sem er fimm ára, Saja, sem er fjögurra ára og Jadin, sem er eins árs, eftir því að vera brottvísað til Grikklands eftir að þeim var neitað um vernd hér á landi.