Orð dagsins: Sirrý ó­sátt – „Hvað er að fólki?“

Orð dagsins á hin vin­sæla fjöl­miðla­kona Sirrý Arnar­dóttir. Um­mælin lét hún falla á Face­book. Hún hefur, líkt og margir Ís­lendingar orðið vitni að því að landar hennar séu í miklum mæli að brjóta þær reglur sem yfir­völd hafa sett varðandi fjölda á hverjum stað og eins sé fólk í­trekað að brjóta tveggja metra regluna. Sirrý segir þetta lífs­spurs­mál en orð dagsins eru svo­hljóðandi:

„Ég hjólaði fram­hjá vin­sælu bakaríi áðan og þar var þétt troðið og enginn virti tveggja metra regluna. Hvað er að fólki? Þetta er nú ekki flókin regla og vel hægt að standa í röð út á götu. Er Víðir ekki búinn að biðja okkur að taka þetta al­var­lega?
Koma svo - halda fjar­lægð - líka í bakaríum.“