Orð dagsins: Lét allt flakka í í­búa­grúppu Vestur­bæjar – Hundur meig á húsið

Orð dagsins að þessu sinni féllu í í­búa­grúppu Vestur­bæjar á Face­book. Þar lét kona ein hunda­eig­endur al­deilis heyra það eftir að hundur meig á ný­málað hús í hverfinu.

Það er ó­þarfi að fjöl­yrða mikið um hvað stóð í færslunni, en hún var svona:

Þegar þetta er skrifað hafa yfir 100 at­huga­semdir verið settar við færsluna og virðist mörgum hrein­lega hafa svelgst á morgun­kaffinu þegar þeir sáu færsluna. Margir taka þó undir að það sé leiðin­legt þegar hundar gera þarfir sínar með þessum hætti.

„Ég myndi fá mér hús fjarri manna­byggð ( og hunda ) ef þetta er á­stæða til að henda í status,“ segir einn. Konan sem setti færsluna inn svarar að bragði: „Þakka þér fyrir ég hef það á­gætt- myndi vilja að sam­borgarar sýni ör­litla virðingu gagn­vart eignum annarra.“

Einn hunda­eig­andi segist vera kominn með nóg af því að allir þeir sem eiga hunda séu settir undir einn hatt. Ok! Ég er hunda­eig­andi. Ég veit að þetta er ekki eftir mig eða mína. Þarf ég samt að éta skít að þínu mati. (Ó­trú­lega þreytt á þessum al­hæfingum á bæjar­síðu fb).“

Þá segir einn: „Voða­leg heift er þetta. Það er mjög erfitt að stýra því hvar hundarnir á­kveða að míga í göngu­túrnum, því miður.“

Þá bendir einn á að hægt sé að stýra hundunum þannig að þeir gangi ekki upp við hús eða glugga. Eig­andinn sé þá nær húsinu en hundurinn til dæmis nær götunni.

Sumir taka undir með konunni og sýna henni stuðning.

„Er ekki í lagi með ykkur hunda­eig­endur. Það er alveg sjálf­sögð krafa að ekki sé migið eða skitið á húsið manns, skiptir þá engu hvort um sé að ræða maður eða dýr. Það er alveg hægt að segja nei við hundinn sinn og ekki leyfa þeim að míga á miðja hús­veggi og gefa honum meiri tíma við næsta staur eða bruna­hana. […] Auð­vitað er ekki heilla­væn­legt að byrja um­ræðu á blammeringum eins og var gert í þessu til­felli en það má vel sýna því skilning þegar maður kemur að ný­máluðu húsi sínu fersk­lega út­mignu.“