Orð dagsins: Hjart­næm kveðja Víðis til vinar og sam­starfs­fé­laga

7. ágúst 2020
18:00
Fréttir & pistlar

Orð dagsins að þessu sinni á Víðir Reynis­son yfir­lög­reglu­þjónn. Víðir hefur verið á­berandi undan­farna mánuði enda bar­áttunni gegn CO­VID-19 hvergi nærri lokið.

Það sem Víði hefur verið hrósað fyrir er að hann sýnir mann­legu hlið sína og þykir ná einkar vel til fólks. Það skiptir máli á tímum sem þessum.

Víðir sendi vini sínum og sam­starfs­fé­laga Rögn­valdi Ólafs­syni, aðal­varð­stjóra hjá em­bætti ríkis­lög­reglu­stjóra, fal­lega kveðju á Face­book í dag en Rögn­valdur á af­mæli í dag.

Kveðjan sem Víðir sendi vinum sínum var fal­leg en hún var svo­hljóðandi:

„Inni­lega til hamingju með daginn vinur minn. Þú gerir hvern dag betri. Þó að sam­starfið hafi verið náið síðustu mánuði nær það nú samt 15 ár aftur í tímann. 15 ár! For­réttindi að vinna með þér.“

Það er líklega gott að eiga vin eins og Víði.