Orð dagsins: Hendum börnunum út á eyrunum þegar þau biðja um hjálp

11. mars 2020
10:55
Fréttir & pistlar

Orð dagsins á Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, en orðin eru að þessu sinni í formi ljóðs sem Kári birti á Face­book-síðu sinni.

Kári hefur verið í deiglunni að undan­förnu vegna um­ræðunnar um CO­VID-19 veiruna og skimun Ís­lenskrar erfða­greiningar fyrir veirunni. Um helgina varð ljóst að fyrir­tækið mætti skima fyrir þessari ill­ræmdu veiru. En Kári er í öðrum hug­leiðingum í ljóði sínu og skrifar um flótta­börnin hér á landi sem eiga yfir höfði sér brott­vísun.

Stein­hjarta

Þegar ég hlusta á heiminn
er hjartað svo langt í burtu
og harmur barna sem ekkert eiga utan harminn
er alls staðar,
ekka­sog
og grátur ör­vinglaðra barna
er fram­lag Íraks
til tón­listar­menningar heimsins
og hérna sitjum við
og blótum guði alls­nægtar og ó­hófs
og hendum þeim út
á eyrunum
þessum börnum þegar þau biðja um hjálp.

Kári Stefánsson.jpg