Opnuðu sig um ó­frjó­semi: „Stundum bara koma börnin ekki þegar við viljum“

Margrét Krist­manns­dóttir, pistla­höfundur og fram­kvæmda­stjóri, fjallar um ó­frjó­semi í bak­þönkum Frétta­blaðsins í dag. Þar segir hún frá því að par náið henni glími nú við það og segir að það sé lík­legra al­gengara að það gerist, en fólk gerir sér grein fyrir. En hátt í 20 prósent para glíma við ó­frjó­semi.

„Er þessi bak­þanki skrifaður með þeirra sam­þykki – enda um­ræðan þörf. Það sjá flestir fyrir sér lífið á á­kveðinn hátt – við menntum okkur, hefjum sam­búð og þegar við teljum rétta tímann kominn þá hefjast barn­eignir. En stundum bara koma börnin ekki þegar við viljum,“ segir Margrét.

Hún lýsir því hvernig, í hverju mánuði, fólk fyllist von en upp­lifir svo sorg þegar engin þungun hefur átt sér stað eða fóstur­missir orðið.

Margrét bendir á að það eru til leiðir til að að­stoða fólk en að þær séu kostnaðar­samar. Hún segir að við eigum ekki að vera ó­hrædd við að ræða þetta og er svo með skila­boð frá parinu, sem flestir ættu lík­lega að til­einka sér

„En sterkustu skila­boðin frá þessu unga pari eru: Aldrei spyrja fólk á barn­eigna­aldri hvort það ætli ekki að drífa sig í að koma með barn! Þau eru annað­hvort að reyna það – geta það ekki eða langar ekki til þess.“

Fleiri fréttir