Opnar sig um það þegar hann bjargaði lífi mannsins sem var skotinn af lög­reglu

Tómas Guð­bjarts­son segir alla hafa hjálpast að á gjör­gæslu Land­spítalans og búið til pláss þegar maðurinn, sem skotinn var af lög­reglu á Austur­landi, mætti á spítalann með neyðar­flugi.

„Hann var orðinn mjög lágur í blóð­þrýstingi og búinn að tapa miklu blóði en með neyðar­blóði og adrena­líni var hægt að halda uppi blóð­þrýstingnum og koma honum lifandi að austan og hingað suður í bæinn.“

Tómas kemur á fram­færi miklu hrósi til þeirra sem komu að málinu fyrir austan. Meðal þeirra var gamall nemdandi hans, ungur læknir. „Hún hringdi strax og fékk ráð. Hún pantaði neyðar­blóð frá sjúkra­húsinu í Nes­kaups­stað og pantaði flug­vél frá Akur­eyri. Sú tví­þekja er miklu hraðari en þyrla, það hefði tekið miklu lengri tíma að hringja eftir þyrlu og jafn­vel þurfa að stoppa á leiðinni til að taka bensín. Ég vil bara sér­stak­lega hæla fólkinu á Egils­stöðum fyrir hár­rétt við­brögð og við­brögð þeirra á Akur­eyri einnig til fyrir­myndar.“

„Hann náði alveg undra­verðum bata, miðað við al­var­leika á­verkans og hversu um­fangs­mikil að­gerðin var. Það eru auð­vitað góðar fréttir fyrir ekki bara hann og hans fjöl­skyldu heldur einnig lög­reglu­manninn sem lenti í þeim erfiðu að­stæðum að þurfa að hleypa af skoti á manninn“. þurfa að stoppa á leiðinni til að taka bensín. Ég vil bara sér­stak­lega hæla fólkinu á Egils­stöðum fyrir hár­rétt við­brögð og við­brögð þeirra á Akur­eyri einnig til fyrir­myndar.“

Mun ná sér

Þegar flug­vélin lenti á Reykja­víkur­flug­velli tók neyðar­teymi á móti sjúk­lingnum og á­kveðið var að fara beint með hann í hjarta­skurð­deildina að sögn Tómasar.

„Við á­kváðum það, en ekki bráða­mót­tökuna eða í mynd­rann­sóknir, til að flýta fyrir og reyndist það mikið heilla­spor.“

Tómas segir að þetta sé ekki bara skurð­læknirinn sem geri allt heldur sé hann eins og hljóm­sveitar­stjórinn.
„Þetta er rosa­lega stórt teymi sem kemur að svona, bæði á vett­vangi og þegar hingað á Land­spítalann er komið.“

Tómas segir að maðurinn hafi komið inn á mjög slæmum tíma. „Það voru Co­vid sjúk­lingar á gjör­gæslu og fullt upp í rjáfur. Allir hjálpuðust að og búið var til pláss. Ein­hvern­veginn gekk allt upp, öll skref sem við tókum skiluðu okkur á­fram, allan tímann. Við lentum aldrei í al­var­legu bak­slagi.“

Hann segir að skot­maðurinn muni ná sér að mestu en þetta hafi verið stór að­gerð en tekist hafi að bjargar stærstum hluta lungans. „Það bendir allt til þess að hann muni geta náð mjög góðri líkam­legri heilsu.“

Heimild: Manlíf