Opnar sig um mann­dráp­s­til­raunina á Sel­tjarnar­nesi: „Ég get ekki sofið og þori ekki út úr húsi“

Omar Alra­hman, 41 árs Íraki sem býr í Hafnar­firði með eigin­konu, barni og föður sínum taldi sig hafa fundið frið­sælasta stað á jarð­ríki þegar hann flutti til Ís­lands árið 2020.

Honum hlakkaði til að búa fjöl­skyldu sinni gott heimili og eiga góða fram­tíð. Allt þetta gekk eftir þar til Omar varð fyrir ó­skiljan­legri og lífs­hættu­legri líkams­á­rás byggingar­svæði á Sel­tjarnar­nesi á 17. júní. Þetta kemur fram í við­tali DV.is við Omar.

Á­rásin átti sér stað um tíu­leytið um morguninn. Greint var frá málinu í fjöl­miðlum en tveir sjúkra­bílar og þrír lög­reglu­bílar komu á vett­vang. Í læknis­vott­orði sem Omar hefur undir höndum kemur fram að hann hlaut þrjú brot á höfuð­kúpu og sár á höfuðið, rif­beins­brot og löskun á hægri hendi.

Auk þess er hann sagður vera í á­falli og líða mjög illa and­lega eftir á­rásina. Lá hann á heila- og tauga­skurð­deild Land­spítalans í tvo sólar­hringa eftir at­vikið. Hann er núna rúm­fastur á heimili sínu í Hafnar­firði.

„Það síðasta sem hann man er að hann varð var fyrir hreyfingu fyrir aftan sig er hann kraup niður við bíl­hjól en hann var að huga að dekki á bíl sínum sem var í ó­lagi. Næst vaknar hann á sjúkra­húsi um­kringdur heil­brigðis­starfs­fólki og lög­reglu­mönnum,“ segir í frétt DV.

Á­rásar­maðurinn barði hann marg­sinnis með hamri í höfuð og stakk hann oft með odd­hvössu verk­færi í búkinn með þeim af­leiðingum að tvö rif­bein brotnuðu. Omar þjáist núna af stöðugum verkjum og svefn­leysi og þarf bæði sterk svefn­lyf og verkja­lyf. „Ég get ekki sofið og þori ekki út úr húsi,“ segir hann.

Blaða­maður DV.is heim­sótti Omar og fjöl­skyldu hans og er hægt að lesa við­talið hér.