Önnur nafnablammering Bryndísar og nú gagnvart þingkonu: „Ertu frá Kósóvó"?

Twitter er líflegastur allra samfélagsmiðla og þar deila notendur hinum ýmsu uppákomum með öðrum notendum.

Þannig greindi Hringbraut frá því um helgina að fyrrverandi forseti Ungra jafnaðarmanna, Nikólína Hildur Sveinsdóttir Jensen, hefði lent í því að vera kynnt fyrir Bryndísi Schram, eiginkonu Jóns Baldvins, Hannibalssonar, í boði fyrir nokkrum árum og viðbrögð Bryndísar hafi verið á þá leið að hrópa upp fyrir sig: „NiKKKóLíNa?? Hverjum DETTUR í hug að nefna barnið sitt það??".

Færsla Nikólínu vakti mikla athygli og nú hefur fyrrum þingkona Pírata, Eva Pandóra Baldursdóttir, tjáð sig um sambærilega uppákomu þegar hún hitti Bryndísi.

Bryndís á að hafa hlegið dátt þegar Eva kynnti sig og spurt: „Ertu kannski frá Kósóvó?". Segir fyrrum þingkonan að hún sjái núna að viðbrögð sem þessi séu greinilega ekki óalgeng hjá Bryndísi en hún klóri sér enn í höfðinu yfir tengingunni við Kósóvó.