Önnur eins ofan­koma ekki sést í tugi ára: Ó­trú­legar myndir frá Hvera­gerði

„Elstu menn muna ekki annað eins á­hlaup! Ekkert lát á!“

Þetta segir Al­dís Haf­steins­dóttir, bæjar­stjóri í Hvera­gerði í sam­tali við Hring­braut. Það kemur svo sem engum á ó­vart að snjói á Ís­landi en elstu menn í Hvera­gerði muna vart eftir annarri eins ofan­komu og hefur verið í Hvera­gerði í nótt og í dag. Ekkert lát er á þeirri ofan­komu. Hring­braut og Frétta­blaðið hafa í dag heyrt í í­búum í bænum. Leikarinn Haf­steinn Thor segir að tengda­faðir hans, þúsund­þjala­smiðurinn Ingvar Sigurðs­son, að fara þurfi um þrjá­tíu ár aftur í tímann en þá hafi á­standið verið svipað og nú.

Himinhár skafl hjá veitingastaðnum Ölverk

Hjör­dís Harpa Wíum Guð­laugs­dóttir sem stýrir Hof­land Eatery á­samt eigin­manni sínum Tryggva Hof­land segir í sam­tali við Hring­braut.

„Við á­kváðum að taka göngu og opna veitinga­staðinn og at­huga stöðuna og opna fyrir björgunar­sveitina sem eru á fullu þessa stundina í bænum.“

Hjördís Harpa tók þessa hjá Hofland Eatery

Þá segir Stella Hrönn Jóhanns­dóttir.

„Skaflarnir eru orðnir ansi háir og ég hef ekki séð svona háa skafla þau 15 ár sem ég hef búið í Hvera­gerði.“

Hafsteinn Þór á leið í hús!
Aldís bæjarstjóri tók þessa og segir: „Grind­verkið er um tveir metrar. Í gær var hér auð jörð svo til!“
Aldís tók einnig þessa
Birgitta Ragnarsdóttir er myndasmiður hér
Gunnar Finnsson segir: Ekki annað hægt en að hlýða Víði við þessar aðstæður
Hjördís Harpa tók þessa þegar veitingastaðurinn var opnaður fyrir liðsmenn björgunarsveita
Katarzyna Narloch tók þessa
Sjöfn Ingvarsdóttir reyndi að koma krökkunum úr húsi. Það gekk ekki!
Kjartan Smári Jóhannsson á þessa mynd
Hjördís Harpa tók mynd af þessum herramönnum að fá sér í gogginn. Stund milli stríða!
Margrét Jóna á þessa. Reynt að grafa frá glugganum
Kathy Clifford á þessa mynd og segir: Greinilegt að það þarf að hlýða Víði!
Margir sem komast vart úr húsi. Myndasmiður er Stella Hrönn
Sigrún Símonardóttir tók þessa mynd
Kathy Clifford tók þessa. Snjór fyrir öllum glugganum
Kathy Clifford tók einnig þessa. Verður átak að komast úr húsi!
Hrefna Hrafnsdóttir tók þessa