Ómar Ragnars­son lætur Ís­lendinga heyra það

Sjón­varps­maðurinn Ómar Ragnars­son er allt annað en sáttur með hugar­far Ís­lendinga þegar það kemur að ó­veðri hér heima. Þetta skrifar hann í pistli sem ber heitið. „Ís­lendingurinn: Þetta reddast, - látum á það reyna“

„Búið er að kyrja aðal­rétt þessarar helgar dögum saman varðandi það að í að­sigi sé eins mikið fár­viðri og hugsast getur með til­heyrandi rauðri við­vörun, sem er efsta mögu­lega stig,“ skrifar Ómar á vef­síðu sinni.

„Samt eru bílar fastir tugum saman á ó­veðurs­svæðinu og há­marks út­kall björgunar­sveita í gangi. Engu virðist skipta, þótt sagt sé að vegum sé lokað, samt er sama á­standið og ævin­lega virðist vera þegar mestu ill­viðri ganga yfir landið,“ bætir Ómar við.