Ómar kærir Reyni Traustason

Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson hefur kært Reyni Traustason ritstjóra Mannlífs og Trausti Hafsteinsson fréttastjóra Mannlífs til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands.

Ástæðan er umfjöllun Mannlífs um Róbert Wessman, stjórnarformann og forstjóra Alvogen. Útvarp Saga greinir frá þessu, en þar kemur fram að Hjörtur Gíslason, formaður siðanefndar Blaðamannafélags Íslands staðfesti fregnirnar.

Ómar starfar á lögmannsstofunni Valdimarsson og hefur lagt fram kæruna fyrir hönd Róberts Wessman. Ekki er vitað hvað umrætt kærumál varðar.

Reynir hefur verið áberandi í fjölmiðlum síðustu daga eftir að brotist var inn á skrifstofu Mannlífs. Viðtal við hann mun birtast í Fréttavaktinni á Hringbraut kl. 18:30 í kvöld.