Ó­lína: Kunningja­kapítal­isminn er enn alls­ráðandi

Það halda margir að at­vinnu­banns­til­burðir valda­klíkunnar á Ís­landi til­heyri síðustu öld, svo sem þeim tíma frá síðustu öld þegar Jónas frá Hriflu vildi banna at­vinnu­þátt­töku kommún­ista í opin­berri stjórn­sýslu, en freki valds­maðurinn er enn að og deilir bæði og drottnar á at­vinnu­markaði – og sparkar þeim hik­laust út sem hafa ekki réttu skoðunina.

Svona lýsti Ó­lína Kjer­úlf Þor­varðar­dóttir, doktor í þjóð­hátta­fræði og fyrr­verandi al­þingis­maður spilltri fyrir­greiðslu­pólitíkinni í stjórn­sýslu og at­vinnu­lífi lands­manna í frétta­þættinum 21 í gær­kvöldi, en þar sagði hún Sig­mundi Erni frá inn­taki nýrrar bókar sinnar sem kom út í gær og ber nafnið Spegill fyrir skugga­baldur með undir­titlinum at­vinnu­bann og mis­veiting valds.

Þar bregður hún sögu­legu ljósi á hvernig at­vinnu­rek­enda­vald og klíku­stjórn­mál hafa spunnið sam­eigin­lega valda­þræði í ís­lensku sam­fé­lagi allar götur frá heima­stjórninni 1904. Fjöldi dæma er tekinn í bókinni af starfs­fólki í sjávar­út­vegi, iðnaði, opin­berri stjórn­sýslu, skólum og heil­brigðis­þjónustu sem ýmist hefur verið hótað upp­sögn sakir skoðana sinna, látið fara af því að „það láti ekki segjast“ eða fái hvergi vinnu vegna sterkra skoðana sinna á mál­efnum líðandi stundar.

Freki karlinn sem þenji brjóstið og æpir hæst fær enn þá sínu fram, burt­séð frá reglum og al­mennu sið­ferði – og með­virkni sam­fé­lagsins í því efni sé svo til al­ger. Enda fari best á því að þegja og viðra ekki skoðanir sínar hafi fólk vinnu.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan: