Ó­lína brjáluð: Hafði álit á Katrínu og Ás­mundi en ekki lengur – „Þau eru mann­leysur“

15. september 2020
15:43
Fréttir & pistlar

„Því­líkt og annað eins dáð­leysi hefur ekki lengi sést í ís­lenskri pólitík,“ segir Ó­lína Þor­varðar­dóttir, fyrr­verandi þing­kona, um mál egypsku fjöl­skyldunnar sem til stendur að senda úr landi.

Ó­hætt er að segja að mál fjöl­skyldunnar hafi vakið hörð við­brögð, enda fjögur börn í fjöl­skyldunni sem hafa komið sér vel fyrir á Ís­landi. Ó­lína gagn­rýnir Katrínu Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra og Ás­mund Einar Daða­son, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra, sér­stak­lega í færslu sinni á Face­book.

„Þessu fólki er ekki treystandi fyrir neinu. Barna­mála­ráð­herrann sem svo kallar sig, á harða flótta og felur sig eins og hug­leysingi á bak við dóms­mála­ráð­herrann. For­sætis­ráð­herrann þvaðrar um al­mennar leik­reglur þegar bænar­augu barnanna stara á hana. Bænar­augu barnanna sem eru hér NÚNA, en stjórn­völd ætla að reka úr landi í miðjum heims­far­aldri, á vit ótta og ó­öryggis, á vit hættunnar sem fjöl­skyldu­faðirinn á yfir höfði sér.“

Að loknum ríkis­stjórnar­fundi í dag sagði Ás­mundur Einar að málið væri á borði dóms­mála­ráðu­neytisins. Í frétt Vísis í dag kom aftur á móti fram að Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra hefði neitað að tjá sig við fjöl­miðla að fundi loknum. Þá sagði Katrín Jakobs­dóttir, sam­kvæmt frétt Vísis, að hún beitti sér ekki í ein­stökum málum þegar mál­efni egypsku fjöl­skyldunnar bar á góma.

Ó­lína er harð­orð í garð Ás­mundar og Katrínar.

„Með þessu fólki vann ég þegar ég sat á þingi fyrir nokkrum árum. Ég hafði álit á þeim báðum. Það var þá. Ekki lengur. Þessu fólki mun ég aldrei treysta til nokkurs hlutar framar. Aldrei. Þau eru mann­leysur.“