Ólafur vill á­fengi á stjórnar­myndunar­borðið

Ólafur Stephen­sen, for­maður Fé­lags at­vinnu­rek­enda, vill að í stjórnar­myndunar­við­ræðum þeirrar Katrínar Jakobs­dóttur, Sigurðar Inga Jóhann­sonar og Bjarna Bene­dikts­sonar verði rætt af al­vöru um stöðuna sem nú er uppi á á­fengis­markaði á Ís­landi.

„Þetta ætti að vera eitt af um­­ræðu­efnunum við borðið þar sem nú er rætt um á­­fram­haldandi stjórnar­­sam­­starf. Á­­fengis­­fram­­leiðsla á Ís­landi er til dæmis einn af líf­­legustu og á­huga­verðustu vaxtar­broddunum í ís­­lenzkum mat­væla­­iðnaði og ferða­­þjónustu, sem stjórnar­­flokkarnir segjast vilja styðja. Það er ekki hægt að búa þeirri grein jafn­ó­­skýrt og -þver­­sagna­­kennt rekstrar­um­hverfi og hér hefur verið lýst,“ skrifar Ólafur í að­­sendri grein á Vísi í dag með yfir­skriftinni „Tæki­­færi til að koma viti í á­­fengis­­markaðinn“.

„Fé­lag at­vinnu­rek­enda hefur að undan­förnu í­trekað vakið at­hygli á furðu­legri stöðu, ó­vissu og þver­sögnum, sem uppi eru á á­fengis­markaðnum á Ís­landi. Nú þegar stjórnar­flokkarnir sitja og ræða á­fram­haldandi sam­starf er frá­bært tæki­færi til að leggja drög að því að koma viti í þennan markað. Lög­gjöf um á­fengis­við­skipti þarf að endur­spegla nú­tíma­lega við­skipta­hætti, tryggja jafn­ræði og eyða ó­vissu. Til þess þarf heildar­endur­skoðun á henni, eins og FA hefur í­trekað hvatt til og í fyrsta sinn virðast stjórn­völd til við­tals um slíka endur­skoðun.“

Hann segir ó­vissu­á­stand ríkja á markaðnum en ó­skýr svör hafi borist frá stjórn­völdum. Fé­lagið sendi erindi til dóms­mála­ráðu­neytisins og fékk svar um átta vikum síðar sem hann segir ekki verið ýkja skýrt. „Ó­vissan er því á­fram til staðar.“

Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda.
Mynd/Aðsend