Ólafur: Meiri sykur í engja­þykkni en kóki - „Til­lögur hópsins eru vondar“

Ólafur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda, leggst mjög gegn til­lögum starfs­hóps sem gætu gert það að verkum að verð á sæ­tindum og sykruðum vörum hækki um 20% í verði.

Ólafur gerir þetta að um­tals­efni í að­sendri grein í við­skipta­blaði Morgun­blaðsins í dag.

Hring­braut fjallaði nokkuð ítar­lega um málið í síðustu viku en meðal þess sem hópurinn leggur til er að vöru­gjöld verði lögð á gos- og svala­­drykki, í­­þrótta- og orku­­drykki sem inni­halda sítrónu­­sýru, sæl­­gæti, kex, kökur, sæta­brauð og orku- og prótein­­stykki.

Sjá einnig: Vilhjálmur: Sætindi seljast vel á bensínstöðvum þó verðið sé hátt

Ólafur segir að ein­hverjir kynnu að halda að þarna sé um að ræða svo­kallaðan sykur­skatt en þegar til­lögurnar eru skoðaðar kemur í ljós að svo er ekki.

„Jú, skatturinn á að leggjast á sykraða gos- og svala­drykki, en líka sykur­lausa drykki með sætu­efnum og sóda­vatn, þ.e. ef það inni­heldur sítrónu­sýru. Það er rök­stutt með því að slíkir drykkir geti verið ó­hollir fyrir tennurnar. Skatturinn er þá líka tann­verndar­skattur. Samt á hann ekki að leggjast á náttúru­lega á­vaxta­safa, þrátt fyrir að Land­læknis­em­bættið vari við ó­hóf­legri neyzlu þeirra vegna mögu­legra glerungs­skemmda. Hann á heldur ekki að leggjast á dí­sætar mjólkur­vörur. Í 100 ml af Coca Cola eru 10,6 grömm af sykri, en í jafn­miklu magni af engja­þykkni 13-16 grömm og kókó­mjólk 8,7 grömm. Hann á að leggjast á kex og sæta­brauð, orkuog prótín­stykki en ekki ýmsar aðrar sykraðar vörur, eins og til dæmis dí­sætt kakó­duft til að búa til sykraða drykki. Þannig mætti á­fram telja,“ segir Ólafur.

Sjá einnig: Sævar: Af hverju lækkum við ekki frekar verð á hollustuvörum?

Ólafur bendir enn fremur á að starfs­hópurinn vilji hækka virðis­auka­skatt á „ó­hollum“ vörum eins og gosi en fella hann niður á græn­meti og á­vöxtum.

„Af­leiðingin yrði þrjú skatt­þrep virðis­auka­skatts á mat­vöru, 0%, 11% og 24%. Þar að auki yrði lagt 20% vöru­gjald á sumar sykraðar vörur og sumar ó­sykraðar. Þetta yrði gífur­lega flókið og ó­gegn­sætt kerfi, sem myndi stór­auka vinnu og kostnað jafnt verzlunar­fyrir­tækja og opin­berra stofnana, sem ættu að sjá um á­lagningu skatta og eftir­lit með henni. Tekin væri al­gjör u-beygja á veg­ferð undan­farinna ára í átt til ein­földunar kerfis neyzlu­skatta og stefnan tekin djúpt inn í vöru­gjalda­frum­skóginn á ný.“

Ólafur bendir á að nú­verandi toll­skrá sé að mörgu leyti úr­elt þrátt fyrir sín níu þúsund númer.

„Til­lögur hópsins eru vondar og það sem er enn verra; ef þær komast í fram­kvæmd er búið að búa til for­dæmi fyrir fleiri neyzlu­stýringar­sköttum. Enginn hörgull er á mat­vælum sem eru ó­holl ef þeirra er neytt í ó­hófi. Við getum þá búizt við koffín­skatti á te, kaffi og aðra koffín­drykki, trans­fitu­skatti á snakk og franskar, fitu­skatti á smjör og hangi­kjöt og þannig má lengi halda á­fram. Ef við fetum á­fram þessa braut verður skatt­lagning á mat frum­skógur sem enginn ratar um. Væri kannski bara skyn­sam­legra að hafa skatt­kerfið ein­falt en upp­lýsa og fræða fólk um hollustu mat­vara? Slíkt hefur til dæmis stuðlað að hröðum sam­drætti í neyzlu á sykruðu gosi undan­farinn ára­tug, án neyzlu­stýringar­skatts.“