Ólafur Darri og Lovísa selja húsið í Norð­linga­holti – Sjáðu myndirnar

19. maí 2020
14:33
Fréttir & pistlar

Ólafur Darri Ólafs­son og eigin­kona hans, Lovísa Ósk Gunnars­dóttir, hafa sett rað­hús sitt í Norð­linga­holti á sölu. Um er að ræða 227 fer­metra rað­hús á ró­legum stað í jaðri Norð­linga­holts. Á­sett verð er 91,9 milljónir króna en ekki liggur fyrir hvort hjónin ætli að færa sig um set í hverfinu.

Smart­land greindi fyrst frá.

Á fast­eigna­vef Mbl.is kemur fram að Rut Kára­dóttir hafi komið að hönnun og efnis­vali. Þriggja metra loft­hæð er á efri hæð hússins og vandaðar inn­réttingar. Inn af hjóna­her­berginu er fimm fer­metra fata­her­bergi með stórum fata­skápum. Gólf­síðir gluggar eru í húsinu og er meðal annars út­gengt á 18 fer­metra hellu­lagðar svalir.

Fimm svefn­her­bergi eru í húsinu og tvö bað­her­bergi. Húsið er byggt árið 2010.