Ólafsfirðingum brugðið: „Þetta er áfall fyrir samfélagið“

Ólafsfirðingum verður boðið til kyrrðarstundar í Ólafsfjarðarkirkju í kvöld. Mörgum íbúum er brugðið vegna manndrápsmáls í bænum í nótt en þar var maður stunginn með eggvopni. Fjórir voru handteknir vegna málsins.

Stefanía Steinsdóttir, sóknarprestur kirkjunnar, segir við Fréttablaðið að þeir sem eiga um sárt að binda vegna málsins geti komið í kirkjuna og fengið að ræða við prest eða starfsfólk frá Rauða krossinum.

„Þetta er á­fall fyrir sam­fé­lagið. Það er ekkert launungar­mál,“ segir Stefanía en kyrrðarstundin hefst klukkan 20 í kvöld.

„Rann­sókn málsins er á al­gjöru frum­stigi og mikil vinna lög­reglu framundan. Vegna rann­sóknar­hags­muna er því ekki hægt að veita frekari upp­lýsingar um það að svo komnu. Á­kvörðun um hvort farið verður fram á gæslu­varð­hald yfir ein­hverjum sak­borninganna verður tekin seinna í dag,“ sagði lögregla í tilkynningu í morgun.