Þórarinn lenti í gríðar­legu ó­happi á kjör­stað: Ekki í fyrsta skipti

Þórarinn Stefánsson missti ökuskírteinið sitt ofan í kjörkössunum með atkvæði sínu. Þetta er í annað sinn sem það gerist en hann greinir frá þessu á twitter síðu sinni. Hann veltir fyrir sér hvort þetta sé merki um að aldurinn sér farinn að segja til sín.

Þetta kemur sérlega illa fyrir Þórarinn sem hafði ætlað sér að versla vín fyrir kvöldið eftir að hafa greitt sitt atkvæði. Í annnari færslu segist Þórarinn vona að starfsmenn áfengisverslun ríkisins sýni honum skilning og biðji hann ekki um skírteini að þessu sinni.

Kjörsókn í Reykjavík og nágrenni virðist vera betri en í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 en á Akureyri benda tölur til þess að kjörsókn sé slakari í ár en í síðustu kosningum.