Hringbraut birtir tölvupóstana: „ok, græja það. eru fundargerðir opinberar? ég meina hafa fjölmiðlar rétt á þeim?“

Í skýrslu sem Borgarskjalasafn Reykjavíkur lét gera vegna gagna sem tengjast Braggamálinu svokallaða koma fram tölvupóstssamskipti starfsmanns Arkibúllunar og starfsmanns Reykjavíkurborgar. Í þeim samskiptum spyr starfsmaður Arkibúllunar, sem hafði yfirumsjón með byggingu braggans, sérstaklega starfsmann Reykjavíkurborgar hvort fjölmiðlar munu hafa aðgang að þeim upplýsingum sem hann væri að senda.

Starfsmenn Reykjavíkurborgar brutu lög um skjalavörslu og skjalastjórn í tengslum við uppbyggingu Braggans í Nauthólsvík. Það er niðurstaða frumkvæðisrannsóknar Borgarskjalasafns Reykjavíkur. Skýrsla um niðurstöðurnar lá fyrir í desember á síðasta ári en hefur ekki enn verið gerð opinber. Hringbraut hefur eintak af skýrslunni undir höndum en efni hennar verður rætt á borgarráðsfundi í dag.

Um er að ræða gögn sem falla undir upplýsingalög og eiga því að vera aðgengileg. Svarar starfsmaður Reykjavíkurborgar þá að senda honum umrædd gögn í PDF-skjali sem ekki sé hægt að opna.

„Ok, græja það. Eru þessar fundargerðir opinberar? Ég meina hafa fjölmiðlar rétt á þeim?“, segir orðrétt í póstinum.

Svarar þá starfsmaður Reykjavíkurborgar:

„PDF væri best helst þannig að ekki sé hægt að opna þau“

Borgarskjalasafn Reykjavíkur ákvað sjálft að fara í frumkvæðisathugun vegna þess mikils magns af týndum gögnum sem tengdust braggamálinu, en Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar tók sérstaklega fram í skýrslu sinni um braggamálið að ekki væri hægt að rannsaka málið til hlítar þar mjög mikið magn af gögnum vantaði í gagnasafn Reykjavíkurborgar. Var niðurstaða Borgarskjalasafns að starfsmenn borgarinnar hafi brotið lög, en refsingin getur verið allt að þrjú ár í fangelsi.

Hér að neðan má svo sjá tölvupóstssamskipti starfsmanns Arkibúllunar og starfsmann Reykjavíkurborgar.

 \"\"

\"\"