Ögmundur vill Ís­land úr NATÓ: „Von okkar ætti að vera sú að al­menningur í Rúss­landi rísi upp“

Ögmundur Jónas­son, fyrr­verandi ráð­herra Vinstri grænna, vill sjá Ís­land draga sig úr NATÓ þrátt fyrir þið á ó­friðar­á­stand sem ríkir í heiminum núna.

„Farið er að ræða það í al­vöru að því er best verður skilið að Ís­land verði tengt hernaðar­banda­laginu NATÓ enn sterkari böndum en verið hefur og að í landinu verði jafn­vel her með fasta við­veru. Þótti mörgum nóg um þá hernaðar­upp­byggingu sem þegar hafði verið heimiluð af hálfu ís­lenskra stjórn­valda en nú skal enn bætt í svo um munar. Og sem tákn­rænan gjörning í tengslum við inn­rás Rússa í Úkraínu er svo að skilja að svo­kallað loft­rýmis­eftir­lit flug­herja NATÓ-ríkja frá ís­lenskum flug­völlum hafi verið aukið og þá væntan­lega í þeim til­gangi að sýna hernaðar­banda­lagið hnykla vöðvana,“ skrifar Ögmundur í að­sendri grein í Frétta­blaðinu.

„Ráð­herrar í ríkis­stjórninni draga hvergi af sér að lýsa yfir „þver­pólitískri sam­stöðu“ með NATÓ og sýnir Vinstri­hreyfingin – grænt fram­boð þann stuðning jafnt í orði sem á borði þótt enn sjáist þess ekki stað í stefnu­skrám. Veru­leikinn birtist í verkunum. Nóg um það að sinni að öðru leyti en því að benda á að hér er í reynd verið að hverfa frá grund­vallar stefnu­mark­miði Vinstri hreyfingarinnar – græns fram­boðs frá stofnun flokksins en þá var heitið af­dráttar­lausri and­stöðu við veru Ís­lands í hernaðar­banda­laginu NATÓ, hvað þá við hernaðar­upp­byggingu á Ís­landi, á­rásar­þotur og setu­lið í landinu.“

Ögmundur rekur sögu kalda stríðsins og rifjar upp varnar­orð Dwig­ht D. Eisen­hower, fyrrum for­seta Banda­ríkjanna, sem hann lét útúr sér í kveðju­ræðu sinni sem for­seti.

„Hann kvaddi þjóð sína að loknum for­seta­ferli sínum með orðum á þessa leið: Valda­stofnanir sam­fé­lagsins þurfa að vera á verði gagn­vart á­sælni vopna­iðnaðar og hernaðar­hags­muna. Vald sem þaðan sprettur getur leitt til hrika­legra hörmunga og minnumst þess að á­hrifin frá þessum öflum eru til staðar og verða til staðar.“

„Sú var tíðin að heimurinn, al­menningur og flest ef ekki öll ríki heims, óttuðust kjarn­orku­vopn í al­vöru og höguðu sér sam­kvæmt því. Slökun á spennu var mál málanna og í kjöl­farið tak­mörkun víg­búnaðar. Sá tími virðist vera liðinn,“ skrifar Ögmundur.

„Á Ís­landi ættum við að sýna for­dæmi, bægja öllum hernaðar­tólum frá landinu undir gamalli kröfu en að mínu mati sí­gildri: Ís­land úr NATÓ, herinn burt!“ segir hann að lokum.