Oft erfitt að verðleggja eitthvað sem maður hefur varið löngum tíma í að skapa

Það sem hefur batnað tímanum er færni mín í að framleiða. Ég framleiði í magni en ekki eina og eina lukt, en vil alltaf skila af mér góðri vöru sem búið er að nostra við frá A til Ö. Ég vil alls ekki fjölda framleiða. Þetta segir Embla Sigurgeirsdóttir sem hefur framleitt gullfallegar vörur úr keramik frá árinu 2011. Hún leitar í íslenska náttúru og veðurfar í sinni hönnun og bera þau nöfn eins og Vindur, Jökull, Nótt og Foss.

Nánir upplýsingar um Emblu og hennar vörur er að finna á www.emblasig.is

Hægt er að horfa á allan þáttinn og fleiri þætti af Sir Arnari Gauta á síðu þáttarins á hringbraut.is