Öflugur skjálfti að stærð 4,3

Öflugur skjálfti mældist klukkan 11.31, 2,5 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli. Samkvæmt fyrstu tölum var hann 4,3 að stærð og því örlítið stærri en skjálfti sem mældist í morgunsárið.

Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar.

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesinu er enn í gangi en yfir 8000 jarðskjálftar hafa verið staðsettir með sjálfvirka jarðskjálftamælikerfi Veðurstofu Íslands frá því að hrinan hófst síðasta miðvikudag.