Öfgar ósáttar við nýjan dómsmálaráðherra og deila myndbandi: „Nei. Bara nei“

Mörgum kom á óvart að Jón Gunnarsson skyldi verða valinn dómsmálaráðherra í ríkisstjórninni sem kynnt var í gær. Til stendur að hann sitji í tvö ár, síðan taki Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við af honum. Jón, sem hefur áður verið ráðherra, hefur barist hart fyrir því að verða ráðherra og hafa verið háværar raddir síðustu vikur um innanhússlag í Sjálfstæðisflokknum.

Baráttuhópurinn Öfgar deildu myndbandi í gær þegar í ljós kom að Jón yrði dómsmálaráðherra, um er að ræða myndband frá árinu 2017 sem virðist sýna Jón horfa á Kolbrúnu í þætti RÚV.

Öfgar deildu myndbandinu á TikTok og Twitter og spurðu hvað hann gæti verið að hugsa.

Nicole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður segir:

„"Hæstvirtur" Dómsmálaráðherra.. já hann hefur fært sig upp um sessi frá háttvirtur til hæstvirtur ... og þar með sögð óháð títillinn er að hugsa um eitthvað sem hann á ekki að vera að hugsa um.“

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, segir: „Þótt ég sé tannlaus risaeðla langar mig samt að bíta í þennan rass.“

Baráttukonan Tanja Ísfjörð, segir einfaldlega:

„Nei. Bara nei. Hvað er að frétta Ísland?“

Þórhildur Gyða, meðlimur Öfga, segir svo:

„Þetta val á dómsmálaráðherra er algjörlega til skammar.“