Brynjar Níelsson skrifar

Ofbeldi

4. apríl 2020
16:47
Fréttir & pistlar

Nú eru skrítnir tímar eins og margir gáfumenn hafa bent á. Ég var dreginn nauðugur úr sófanum í gönguferð í gaddi og stórhríð.

Þetta ofbeldi mun hafa verið að ráðum heilbrigðisstarfsmanna og tilgangurinn að varna legusári. Eftir göngutúrinn, nær dauða en lífi, spunnust umræður um hvort leti væri sjúkdómur eða kannski dyggð sem hafi bjargað mörgum manninum frá háska og jafnvel dauða.

Niðurstaðan hjá forstjóranum var sú að leti væri heimatilbúinn aumingjaskapur - alla vega á þessu heimili.