Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum segir Ólaf Helga jafn óhæfan þar og á Suðurnesjum

28. júlí 2020
23:22
Fréttir & pistlar

Hildur Sól­veig Sigurðar­dóttir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins og bæjar­full­trúi í Vest­manna­eyjum, segir það liggja í hlutarins eðli að ef Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum sem óhæfur til starfa þar sé hann það einnig í Eyjum

„Það liggur auð­vitað í hlutarins eðli að sé lög­reglu­stjóri ó­hæfur til að sinna sínu em­bætti á Suður­nesjum er hann jafn ó­hæfur til að sinna því í Vest­manna­eyjum,“ segir Hildur í færslu á Face­book síðu.

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra, hefur til­kynnt Ólafi Helga Kjartans­syni lög­reglu­stjóra á Suður­nesjum, um flutning hans til em­bættis lög­reglunnar í Vest­manna­eyjum. Mikil ólga hefur verið innan lögreglunnar á Suðurnesjum síðustu daga sem eiga sér langan aðdraganda að sögn núverandi og fyrrverandi starfsmanna embættisins.

Að mati Hildar er verið að senda samfélaginu í Vestmannaeyjum neikvæð skilaboð með því að skipa Ólaf Helga í stöðu lögreglustjóra.

„Eðli­legt ferli væri að aug­lýsa stöðu lög­reglu­stjóra í Vest­manna­eyjum nú þegar og þá gæti Ólafur Helgi vissu­lega sótt um líkt og hver annar en að veita ein­hverjum tæki­færi um­fram annan og hvað þá ein­hverjum sem nota bene er hringa­miðjan í þessu erfiða máli á Suður­nesjum væri ó­á­sættan­legt,“ skrifar hún að lokum.