Odd­ný vill breytingar strax – Skömm af þessu

„Sam­herja­hjón á­kveða að greiða börnum sínum arf, fyrir­fram. Sagt er að verð­mætið sé um 70 milljarðar króna. Það er há upp­hæð sem for­eldrar á­kveða að færa börnum sínum. Auður sem hefur orðið til vegna þess að eig­endur Sam­herja hafa haft að­gang að sam­eigin­legum auð­lindum þjóðarinnar.“

Svona hefst grein sem Odd­ný Harðar­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar, skrifar og birtist á vef Vísis.

Þar skrifar hún um fisk­veiði­auð­lindina og segir að auð­lindar­entan hafi runnið nær ó­skipt í vasa út­gerðar­manna á Ís­landi.

„Renta sem ætti að renna í ríkis­sjóð og sveitar­sjóði og þaðan til allra barna og vel­ferðar­kerfisins, rennur í vasa út­gerðar­manna og þaðan beint til barna þeirra. Þegar börnunum átta­þúsund sem búa á ís­lenskum heimilum sem þurfa að fram­fleyta sér undir fá­tæktar­mörkum er stillt upp við hliðina á börnum Sam­herja með arfinn sinn, verður ó­jöfnuðurinn á­takan­legur.“

Odd­ný vísar í hug­takið „bölvun auð­lindanna“ sem fjallar um spillingu sem stundum fylgir skjót­fengnum gróða sem náttúru­auð­lindir geta skapað. Hún bendir á að Ís­land búi yfir ríku­legum sjávar­auð­lindum og þessi bölvun vofi nú yfir okkur líkt og Namibíu.

„Það er skömm af því að auð­lindar­á­kvæði sé ekki komið í stjórnar­skrá eftir af­gerandi stuðning við það í þjóðar­at­kvæða­greiðslu um til­lögur stjórn­laga­ráðs fyrir næstum átta árum,“ segir hún og bætir við að það hljóti að vera við­fangs­efni stjórn­mála­manna að sjá til þess að kerfið um nýtingu auð­linda byggist á jafn­ræði og gagn­sæi.

Odd­nýr segir að allt frá stofnun Sam­fylkingarinnar fyrir tuttugu árum hafi flokkurinn lagt fram til­lögur um sann­gjarnara og gagn­særra kerfi.

„Heppi­legasta leiðin til að á­kvarða gjald fyrir sér­leyfi til nýtingar á tak­markaðri auð­lind er að bjóða út sér­leyfin í við­ráðan­legum skrefum og út­færa til­boðs­leiða með því að setja reglur sem taka til­lit til byggða­sjónar­miða, koma í veg fyrir sam­þjöppun og virða sér­stöðu minni út­gerða.“

Odd­ný segir að það sé hægt að laga gallað kerfi og vilji sé allt sem þarf.