Oddný ósátt með aðgerðarleysi stjórnvalda á Suðurnesjum: Atvinnuleysi fer ört vaxandi

Oddný Harðardóttir furðar sig á aðgerðarleysi stjórnvalda vegna stöðunnar sem komin er upp á Suðurnesjum. Þar er atvinnuleysi orðið 13,6% og fer vaxandi. Til samanburðar fór það í 15% í hruninu.

„Atvinnuleysi á Suðurnesjum er komið í 13,6% og fer vaxandi. Það fór í 15% í bankahruninu og hafði skelfilegar afleiðingar með langtíma atvinnuleysi og slæmum aukaverkunum fyrir samfélagið,“ segir hún í pistli sem hún birti á Facebook.

„Engar aðgerðir stjórnvalda beinast sérstaklega að Suðurnesjum. Hvorki Ríkisútvarpið né aðrir fjölmiðlar fjalla um þessa mjög erfiðu og sérstöku stöðu landshlutans.

Þetta er sannarlega umhugsunarvert svo ekki sé meira sagt.“