Nýtt merki Þjóð­leik­hússins vekur at­hygli: „Gamla lógóið er miklu flottara“

„Þjóð­leik­húsið virðist búið að skipta um lógó, þegjandi og hljóða­laust. Finnst ein­hverjum þetta til bóta?“

Þessari spurningu varpar Ragn­hildur Sverris­dóttir upp­lýsinga­full­trúi fram á Face­book-síðu sinni. Þar birtir hún mynd af nýju lógói Þjóð­leik­hússins og er ó­hætt að segja að skoðanir um það séu skiptar meðal fólks.

„Mér finnst búið að "ein­falda" og "nú­tíma­væða" lógóið þar til það er nánast leik­húsinu til háðungar. Lík­lega getum við prísað okkur sæl að nafninu er þó rétt skipt á milli lína, öfugt við t.d. Stúden/takjal/larinn, en það skilti nær drepur mig út pirringi í hvert skipti sem ég rek augun í það. Þetta var mánu­dagspirringur þeirrar sex­tugu. Samt. Seriously!,“ segir Ragn­hildur.

Flestir þeirra sem taka til máls undir færslu Ragn­hildar virðast vera sam­mála henni um að merkið sé ekki til bóta eins og sjá á nokkrum þeirra at­huga­semda sem hafa verið skrifaðar:

„Sam­mála, þetta er háðung“
„Ó nei, þetta er glatað!“
„Sam­mála. Hræði­lega ó­dýrt, hall­æris­legt og sæmir ekki Þjóð­leik­húsi“

Kristjón Kormákur Guð­jóns­son, fjöl­miðla­maður og fyrr­verandi rit­stjóri, segir að gamla lógóið séu meira við hæfi en það nýja. „Nýja lógóið eins og mis­heppnaður farsi sem myndi lík­lega fá haus­kúpu eins og tíðkaðist stundum í gagn­rýni í gömlu Pressunni!“

Egill Helga­son fjöl­miðla­maður tekur undir það og segir: „Þetta gamla er mjög gott.“

Sig­ríður Bein­teins­dóttir söng­kona segir: „Gamla lógóið er miklu flottara og á að halda sér að mínu mati.“

Jónína Leós­dóttir rit­höfundur er þó á öðru máli en flestir. „Þori varla að segja það upp­hátt - en mér finnst nýja lógóið á­gætt.“

Nýja lógóið var hannað af aug­lýsinga­stofunni ENNEMM og var það frum­sýnt um miðjan þennan mánuð.

Þjóðleikhúsið virðist búið að skipta um lógó, þegjandi og hljóðalaust. Finnst einhverjum þetta til bóta? Mér finnst búið...

Posted by Ragnhildur Sverrisdóttir on Mánudagur, 21. september 2020