Helgi Pétursson skrifar

Nýtt norrænt húsaleigukerfi

11. október 2016
09:52
Fréttir & pistlar

Alþingi samþykkti í vor ný lög sem tryggja eiga að hér vaxi langtíma húsaleigumarkaður að norrænni fyrirmynd. Einn og hálfur milljarður króna er tryggður árlega úr ríkkissjóði og til viðbótar koma framlög frá sveitarfélögum og hagstæð fjármögnun frá sjóðum og lánafyrirtækjum. Kerfið er fyrst og fremst hugsað fyrir tekjulægstu yngstu og elstu hópana og gert er ráð fyrir að byggðar verði um 3.200 nýjar íbúðir á næstu fjórum árum. Þau Hranfhildur Hrafnsdóttir og Sigurður Björn Jónsson frá Íbúðalánasjóði og Almar Guðmundsson frá Samtökum iðnaðarins og Hannes Frímann Sigurðsson frá Byggingavettvangi ræddu málin í þættinum Okkar fólk með Helga Péturssyni.

Okkar fólk kl. 20:30 í kvöld